Hollustupakkarnir

Hreinsandi Safar & SmoothiesProcessed with Moldiv

Nýjasta hollustuheftið sem hlotið hefur nafnið “Hreinsandi Safar & Smoothies” inniheldur rúmlega 40 uppskriftir og litmyndir af söfum og smoothies ásamt ýmsum fróðleik varðandi drykkina, t.d. hverju má blanda saman og hvað er hægt að gera til að redda drykkjum sem kannski bragðast ekki nægilega vel.

Verð: 1.800 kr.

Ath. Tvennutilboð sjá hér að neðan.

Frekari upplýsingar og greiðsluupplýsingar:
maturmillimala@gmail.com

 

Tvennutilboð!  “Hreinsandi Safar & Smoothies” + “Heilsunammi með kaffinu” = 3.200 kr.

 

Heilsunammi með kaffinuProcessed with Moldiv

Í nóvember sl. kom út uppskriftaheftið Heilsunammi með kaffinu sem inniheldur 30 uppskriftir ásamt myndum að eintómri hollustu.  Allar uppskriftirnar eru án glútens og mjólkur.  Sætuefnin sem ég nota eru maple sýróp, lífrænt hunang og svo banana, döðlur og rúsínur.  Þá nota ég ávallt innihald sem er með sem fæstum efnum í.  Frekar eru það innihaldsefni eins og möndlur, döðlur, bananar o.s.frv.

 

Verð: 1.800 kr

Ath. Tvennutilboð sjá hér að ofan.

Frekari upplýsingar og greiðsluupplýsingar:
maturmillimala@gmail.com

 

Hollustupakkarnir nr.1 & nr.2

Vantar þig hugmyndir að hollum kvöldmat?  Morgunmat?  Já eða hádegismat, nýjum smoothie eða hollu millimáli?

Hjá mér geturðu keypt tvö uppskriftasöfnIMG_1447 á rafrænu formi sem innihalda bæði hollar uppskriftir að öllum máltíðum dagsins.  Bæði
heftin innihalda einnig hugmynd að matarplani fyrir fjórar vikur

 • Morgunmatur
 • Smoothie
 • Hádegismatur
 • Millimál
 • Kvöldmatur
 • Matarplan í 4 vikur
 • Mikið af glútenlausum, mjólkurlausum, eggjalausum uppskriftum.
 • Í uppskriftunum er ekki notaður hvítur sykur, púðursykur né hvítt hveiti.


Hollustpakkinn nr.1 – verð 1.900 kr.IMG_1446

 • Rúmlega 170 hugmyndir að öllum máltíðum dagsins
 • Uppskriftir
 • 4 vikna matarplan

Hollustupakkinn nr. 2 – verð 1.900 kr.

 • 100 hugmyndir að öllum máltíðum dagsins.
 • Litmyndir af öllum réttum.
 • Uppskriftir
 • 4 vikna matarplan
 • Fróðleikur um ofurfæði o.fl.IMG_1445

Tvennutilboð – báðir pakkarnir á 3.500 kr.

Mig langar í – hvað þarf ég að gera?

Ef þig langar í nýjar og ferskar hugmyndir þá er einfalt mál að eignast báða pakkana þar sem þetta er á rafrænu formi – einfalt og þægilegt – þú sendir mér póst á:

maturmillimala@gmail.com

Þá færðu millifærsluupplýsingarnar – þú millifærir og ég sendi þér með tölvupósti.

Bestu kveðjur,
Ásthildur Björns

 

 

Leave a Reply