Um mig

PRofil græn

Velkomin/n á síðuna!

Hver er konan á bakvið síðuna Matur Milli Mála og af hverju í veröldinni bjó þessi kona til þessa síðu?

Það er ég, Ásthildur Björnsdóttir, móðir, eiginkona, hjúkrunarfræðingur B.Sc, ÍAK-einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi og núverandi meistaranemi með mikinn áhuga á betri heilsu og heilsusamlegu mataræði.

Hér á þessari síðu mun ég birta heilsusamlegar uppskriftir, hugmyndir að millimálum og einnig mun ég tjá mig um það sem mér liggur á hjarta er varðar heilsutengd málefni, næringu og betri vellíðan.

Menntun

Ég hef verið viðloðandi bætta heilsu síðan ég lauk námi í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri 2001.  Með sífellt meiri áhuga á bættum lífstíl og hreyfingu útskrifaðist ég frá Íþróttaakademíu Keilis sem ÍAK-einkaþjálfari árið 2011 og hóf þá að starfa sem einka- og hópþjálfari hjá World Class.  Með einkaþjálfuninni starfaði ég sem aðstoðarkennari hjá Keili í ÍAK-einkaþjálfaranáminu, ásamt því að sinna heilsufarsmælingum, halda fyrirlestra og standa fyrir útinámskeiðum hjá hinum ýmsu fyrirtækjum og stunda pistlaskrif í Heilsublöð Vikunnar.

Vorið 2013 fluttist ég ásamt eiginmanni og tveimur dætrum til Rotterdam í Hollandi vegna vinnu eiginmanns.  Ég hef haldið einkaþjálfuninni áfram en nú í formi fjarþjálfunar bæði tengt hreyfingu og eins varðandi aðstoð við matarplön og margir af mínum kúnnum sem voru í einkaþjálfuninni á Íslandi eru nú í fjarþjálfun hjá mér þannig að ég fæ að fylgjast vel með þeim að ná enn betri heilsu og bætti vellíðan.  Það sem ég samt vinn aðallega við þessa mánuðina er heilsumarkþjálfunin sem svo sannarlega hefur slegið í gegn og núna eru mjög margir einstaklingar í 6 mánaða prógraminu hjá mér – fólk sem hefur ákveðið að setja sig í fyrsta sætið   – sjá hér.

Ástæðan fyrir þessari síðu

Eftir flutningana til Hollands er ég farin að stunda mikla tilraunastarfsemi í eldhúsinu og þá helst í að finna nýjar hugmyndir að millimálum – en ég er líka voðalega mikið í að gera allskyns rétti.  Til að halda yfirsýn yfir uppskriftirnar þá bjó ég til Facebook síðuna “Matur Milli Mála” sem hefur vaxið mikið frá því hún var opnuð í júní sl.  og til að halda enn meiri yfirsýn yfir allt þetta magn af uppskriftum þá bjó ég til þessa síðu.

Þar sem bættur lífstíll í formi hreyfingar og hollrar næringar er mikið hugðarefni mitt þá hóf ég fjarnám í Heilsumarkþjálfun við Institute For Integrative Nutrition – New York í september 2013 og mun útskrifast haustið 2014.

Menntun:

 • Meistaranemi við Háskólann á Akureyri, Heilbrigðisvísindasvið – geðheilbrigðisfræði
 • B.Sc í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri 2001
 • Einkaþjálfaranám ÍAK – Íþróttaakademíu Keilis 2010-2011
 • Heilsumarkþjálfi frá Institute For Integrative Nutrition – New York, 2013-2014.

Námskeið:

 • Training For Warriors – level 1 instructor – Martin Rooney 2013
 • Ólympískar lyftingar – þjálfararéttindi level 1 – Harvey Newton 2013
 • Rehab trainer – 2012
 • Þolþjálfun bardagaíþróttamanna – Martin Rooney 2012
 • Hraðaþjálfun – Martin Rooney 2012
 • Fitnessþjálfun – Nathan Harewood 2011
 • Heilsuefling offeitra – Næringar- og offituteymi Reykjalundar og Íþróttaakademía Keilis 2011

Þjálfarabúðir Keilis  – 2011:

 • Michael Boyle: Æfingar og stignun æfinga, leiðin að toppnum og djúpvöðvar
 • dr. Chris & Kara Mohr:  Leiðin að léttara lífi. Næring og hugarfar
 • Charles Staley:  Ólympískar lyftingar

Þjálfarabúðir Keilis – 2010:

 • Michael Boyle:  Starfræn þjálfun
 •  Dr. Chris Mohr:  Næring til árangurs
 • David Jack:  Þjálfun, frá góðan í bestan.  Hámarksárangur á lágmarkstíma.

Önnur námskeið:

 • Skyndihjálparnámskeið – síðast 2011
 • Dale Carnegie – Áhrifarík sala 2008
 • Dale Carnegie – Áhrifaríkar kynningar 2006
 • Dale Carnegie –12 vikna námskeiðið 2006

Fyrri störf:

 • Pistlaskrif  í Heilsublöð Vikunnar 2011-2013.
 • World Class Laugum og Hafnarfirði – einkaþjálfun og hópþjálfun.
 • Heilsufarsmælingar í fyrirtækum ásamt útihreyfingu.
 • Umsjón með útinámskeið í Hafnarfirði – “Út að leika” æfingar fyrir alla.
 • Aðstoðarkennari hjá Keili í ÍAK-einkaþjálfaranáminu frá 2011-2013.
 • Viðskiptastjóri hjá MEDOR – þar áður hjá Vistor.
 • Húðlæknastöðin – Smáratorgi.
 • Landspítali – Lýtalækninga- og brunadeild.

Portrait moiFylgstu endilega með hér á síðunni en ég mun setja hér inn mikið af nýju efni á næstunni.

Með bestu kveðju frá Rotterdam, Hollandi.

Ásthildur Björns
Hjúkrunarfræðingur B.Sc
Heilsumarkþjálfi IIN
ÍAK-einkaþjálfari

Hægt er að hafa samband á tölvupóstfangið:

heilsuhjukkan@gmail.com

Leave a Reply