Túrmerik tófúsalat með avokadó

Turmeric tófusalat með avokadó MMM

Hefurðu smakkað tófú? Ef ekki þá er um að gera að prófa en tófú hefur einmitt verið vinsælt hjá grænmetisætum. Tófú er nánast alveg bragð- og lyktarlaust, gert úr hleyptri sojamjólk og er undirstöðuþáttur í matargerð víða í Austurlöndum fjær.  Það sem er sérstakt við tófú er að það þarf að krydda það eða marinera vel til að það verður eins og best verður á kosið. Hér er því einföld uppskrift að tófú.

Innihald:

 • Tófú (stíft!) – ath. þarf ca 30 mín undirbúning
 • Lífræn jómfrúarolía
 • Rauðlaukur – smátt saxaður
 • Sveppir – smátt saxaðir
 • Tómatur – smátt saxaður
 • Spergilkál – gróft skorið
 • Tamarisósa
 • Túrmerik ca 1/8 eða ¼ úr tsk.
 • Umeboshi-edik ca. 1 msk (japanskt edik búið til úr súrum plómum). Einnig hægt að nota ½ tsk rauðvínsedik og ½ tsk tamarisósu í staðinn.
 • Nýmalaður svartur pipar
 • Sólþurrkaðir tómatar
 • Spínat
 • Rucolla
 • Avokadó – skorið í sneiðar
 • Ólífur

 
Aðferð:

 1. Byrjaðu á að pressa tófúið. Ég hef þrefalt lag af eldhúspappír á disk, tófústykkið ofan á pappírinn og ofan á tófústykkið sjálft hef ég notast við stórt og mikið skurðarbretti. Brettið set ég ofan á og jafnvel eitthvað mjög þungt þar ofan á. Þá pressast aukavökvi úr tófúinu og það verður tilbúið fyrir eldamennskuna. Ég hef látið þetta pressast í um 30 mín.
 2. Hitaðu ólífuolíuna á meðalheitri pönnu.
 3. Byrjað á að léttsteikja rauðlaukinn þar til mjúkur bættu þá við sveppunum, tómatinum og spergilkálinu.
 4. Rífðu/skerðu niður tófústykkið og settu út á pönnuna.
 5. Kryddaðu lítillega með túrmerik og skvettu smá tamarisósu yfir.
 6. Bættu við umeboshi-ediki og hrærðu öllu vel saman.
 7. Kryddaðu með svörtum pipar.
 8. Rucolla og spínat sett á disk.
 9. Tófublöndunni hellt yfir og skreytt með avokadó og ólífum.

Njótið!

Með heilsukveðju frá Rotterdam,
Ásthildur Björns

 

 

 

Leave a Reply