Turmeric cashewhnetusósa

Turmerik kashew hnetusósa MMM

Þessi ljúffenga kalda og einfalda hnetusósa er mjög góð sem meðlæti með t.d. salati, kjöt- og fiskréttum. Hana er hægt að blanda með góðum fyrirvara því hún geymist í lokuðu íláti í kæli í nokkra daga.

Innihald:

  •  3 dl cashewhnetur (lagðar í bleyti í 3-4 klst og vatninu svo hellt af)
  • 8 msk vatn
  • 2 hvítlauksgeirar
  • ½ -1 tsk turmeric
  • 1 tsk svartur pipar
  • 2 msk ólífuolía

Aðferð:

  1. Allt sett í blender og blandað vel saman þar til kekkjalaust.
  2. Skreytt með ferskri steinselju.

Njótið!

Með heilsukveðju frá Rotterdam,
Ásthildur Björns

Leave a Reply