Truflað súkkulaðikrem

Truflað súkkulaði MMM
Yndislega ljúffengt súkkulaðikrem sem hægt er að nota ofan á kökur, dýfa jarðarberjum í eða já borða beint upp úr krukkunni. 

Innihald:

  • 1 bolli döðlur – ef mjög þurrar þá getur verið gott að bleyta aðeins í þeim – setja þær í vatnsbleyti í t.d. 1 klst.
  • ¼ bolli kakóduft lífrænt
  • ¼ bolli kókosolía (brædd)
  • ¾ bolli vatn – gætir þurft að nota meira – fer eftir döðlunum hversu mjúkar/þurrar þær eru – reyndu samt að miða við ekki meira en ¾ bolla af vatni.

Aðferð:

  • Allt hráefnið sett í öflugan blender. Fínt að leyfa öllu hráefninu að liggja aðeins saman áður en þú setur blenderinn af stað.
  • Öllu blandað vel saman þar til þú ert ánægð/ur með áferðina. Gætir þurft að skafa niður úr hliðunum við og við.
  • Tilbúið!
  • Geymdu súkkulaðikremið svo í loftþéttu íláti í ísskápnum.
  • Geymist í kæli 4-6 daga.

Njótið!

Heilsukveðja,
Ásthildur Björns

Leave a Reply