Tómateggjahræra

Tómateggjahræra MMM
Egg eru fullt hús matar!  Ég er afskaplega hrifin af eggjum og fæ mér þau nokkrum sinnum í viku – tek jafnvel tarnir þar sem ég fæ mér þau daglega og þá jafnvel nokkur.  Eggjahrærur hafa verið sérlega vinsælar á heimilinu hvort sem er í morgunmat, hádegis- eða í kvöldmat.  Það góða við þær er að möguleikarnir eru endalausir.

Skammtur fyrir einn

Innihald:

 • 2 egg
 • 1 stór tómatur – saxaðir
 • 2-3 sólþurrkaðir tómatar – saxaðir
 • 1 stór sveppur (t.d. kastaníu)
 • ½- 1 lúka rucollasalat
 • Turmerik
 • Svartur pipar
 • Herbamere-salt

Aðferð:

 1. Eggin hrærð saman í skál og kryddað eftir smekk.
 2. Tómaturinn og sveppurinn smátt skorin ásamt rucolla.
 3. Öllu blandað saman og steikt á pönnu með nokkrum dropum af ólífuolíu.
 4. Hrært stöðugt í þar til eggin eru elduð í gegn.
 5. Borið fram með rucolla og jafnvel með einni skeið af Turmeric cashewhnetusósu.

Njótið!

Bestu heilsukveðjur frá Rotterdam,
Ásthildur Björns.

Leave a Reply