Tamari ristaðar möndlur

Tamarimöndlur pic

Innihald:

  • Möndlur, sólblóma – & graskersfræ – magn eftir smekk
  • Tamarisósa 2-3 msk – ágætt að byrja smátt og auka svo aðeins við.

Hvað er Tamarisósa?
Hún er svipuð soyasósu en munurinn er að tamari er þykkari, bragðmeiri, saltminni og inniheldur lítið eða ekkert af hveiti (fer eftir tegundum) og er þar með glúteinlaus.

Aðferð:

  • Sett á heita þurra pönnu
  • Tamarisósu 2-3 msk bætt við og hrært vel í þannig að sósan dreifist vel – tekið af hellunni þegar sósan er farin að festast við pönnuna.
  • Látið kólna – tilbúið.  Geymist í nokkra daga í lokuðu íláti.
  • Sniðugt að setja í lítið box og hafa í töskunni.

Njótið!

Leave a Reply