Sumarsalat með ferskjum & jarðarberjum

Sumarsalat með ferskjum MMM

Þetta salat er ævintýralega gott og uppskriftin birtist einmitt í Fréttablaðinu (í Fólk-hlutanum) þann 18. júní sl. Þar sem ég legg mikið upp úr því að það sem ég borða sé fallegt að þá naut ég þessa salats virkilega vel – svo fagurt var það og já ljúffengt.

Innihald:

 • Blandað grænt salat – fæst tilbúið í pokum sem innihalda þá t.d. babyleaf, romain salati, redbeat, lollo rosso, carmoli og green oakeas.
 • 1 stór tómatur – niðursneiddur
 • 2-4 saxaðir sólþurrkaðir tómatar
 • ½ rauð paprika – niðursneidd
 • 8 stk grænar ólífur
 • Alfalfa spírur – magn eftir smekk
 • Grænkáls- og smáraspírur – magn eftir smekk
 • 1 vel þroskuð ferskja skorin í sneiðar
 • 3-4 jarðarber – skorin í báta
 • 1-2 msk sólblómafræ og/eða graskersfræ
 • 2-3 tsk Lífræn jómfrúarólífuolía

Aðferð:

 1. Salatinu dreift á disk.
 2. Tómötum, papriku, ólífum, spírum og ávöxtum raðað ofan á.
 3. Sólblómafræjunum dreift yfir.
 4. Ólífuolíunni hellt yfir.

Njótið!

Með heilsukveðju frá Rotterdam,
Ásthildur Björns

Leave a Reply