Súkkulaðipartýpopp

Súkkulaði partýpopp

Eldri dóttir mín er poppari!  Hún hefur elskað poppkorn frá því hún smakkaði það fyrst fyrir ca 15-16 árum.  Hún elskar líka súkkulaði – því kemur það alls ekkert á óvart að þessi blanda hafi slegið í gegn hjá henni þegar ég bauð uppá þetta á kósýkvöldi hjá okkur fjölskyldunni.  Enda er þessi tvenna gerð reglulega hér á þessu heimili.

Innihald:

 • 10 bollar tilbúið popp (helst poppað í potti)
 • ¾ bolli hunang
 • ½ tsk sjávarsalt
 • 
½ – 1 tsk kanill
 • 
½ tsk cayennepipar
 • 80gr dökkt súkkulaði – lágmark 70% – brætt

Muffinsform 20-30 stk.

Aðferð:

 • Setjið poppið í stóra víða skál.
 • Hunangið og saltið  ásamt kanil og cayennepipar er hitað í litlum pott á vægum hita – um leið og hunangið er bráðnað þá er   potturinn tekinn af hellunni.
 • Hellið blöndunni varlega yfir poppið.  Fínt að hella smátt og smátt þannig að það dreifist vel yfir allt poppið.
 • Þegar hunangsblandan hefur kólnað þá er gott að nota ískúluskeið og áætla magnið í hvert muffinsform miðað við skeiðina.
Raðið formunum t.d. í mót sem kemst inn í ískápinn.  Setjið í smástund í kælinn.
 • Á meðan er súkkulaðið brætt.  Þegar súkkulaðið er orðið fljótandi þá er poppið tekið út úr ískápnum og súkkulaðinu er hellt jafnt yfir öll muffinsformin.

Ath. Geymið súkkulaðipoppið í kæli þar til það er borið fram – þannig helst það ferskara.

Njótið!

 

Leave a Reply