Súkkulaðihrákaka

Súkkulaðihrákaka mmm

Þessi ofursúkkulaðihrákaka bragðast yndislega vel með ferskum jarðarberjum og vanilluís – já eða rjóma.

Innihald – botninn:

 • 1 ½ bolli möndlur með hýðinu
 • 1 bolli pekanhnetur
 • ¼ bolli lífrænt kakóduft
 • 4 msk kókosolía
 • 3 msk maple sýróp

Innihald – fyllingin:

 • 3 fullþroskaðir bananar
 • 2 msk maple sýróp
 • 2 msk lífrænt kakóduft
 • 2 msk möndlumjólk
 • 1 msk chiafræ
 • ¼ tsk sjávarsalt

Aðferð – botninn:

 • Möndlur og pekanhnetur blandað vel saman í matvinnsluvél.
 • Kakóduftinu bætt við ásamt kókosolíunni og maple sýrópinu.
 • Blöndunni þrýst ofan í botninn á hringformi.

Aðferð – fyllingin:

 • Bananar, kakódufti og salti blandað saman í matvinnsluvél.
 • Maple sýróp, möndlumjólk og chiafræjum bætt við.
 • Fyllingunni hellt yfir botninn og slétt úr.
 • Skreytt með jarðarberjum og pekanhnetum.

 

Geymd í ísskáp í 3-5 tíma áður en hún er borin fram – mjög góð 1-2 daga gömul.  Sérstaklega dásamleg borin fram með vanilluís eða rjóma.

 

Njótið!

Leave a Reply