Súkkulaðibitasmábitar

Súkkulaðibitasmábitar mmm

Þessir litlu bitar eru dásamlega góðir og einfaldir að gera.

Innihald:

 • 1 ½ bolli möndlumjöl
 • ½ bolli haframjöl
 • 1 msk chiafræ
 • 2 msk möluð hörfræ
 • ¼ bolli hempfræ
 • 1 tsk kanill
 • ½ tsk sjávarsalt
 • ¼ – ½ bolli súkkulaði 70% smátt saxað
 • ¼ bolli kókosmjöl
 • ¼ bolli rúsínur
 • ¼ bolli kókosolía
 • ½ bolli hnetusmjör
 • ¼ – ½ bolli hunang (fer eftir hversu sætt þú vilt hafa bitana)
 • 2 egg

 

Aðferð:

 • Öllum þurrefnunum blandað saman í stórri skál.
 • Afganginum af innihaldinu blandað saman í minni skál.
 • Öllu blandað vel saman – deigið verður í blautari kantinum.
 • Tvær teskeiðar notaðar til að móta litlar kúlur.
 • Raðað þétt á bökunarpappír – kúlurnar stækka ekki.
 • Bakað við 180gr í 15-20 mín eða þar til orðnar gullnar að lit.

 

Njótið!

Leave a Reply