Sterkur mangókjúklingur

IMG_0172

Hér er hugmynd að kjúklingarétt sem þarf smávægilegan undirbúning.  Það þarf nefnilega helst að marinera kjúklinginn í curry paste og limesafa þannig verður hann enn bragðbetri.  Þennan er einnig æði að gera ríflega af og eiga í afgang daginn eftir.

 
Innihald:

 • 4 kjúklingabringur
 • 1-2 msk Mild Curry Paste frá Patak´s (ath. sterkt!)
 • 1 msk limesafi
 • 1 meðalstór laukur – saxaður
 • 1 mangó – afhýtt og skorið í litla teninga
 • 1 rauð paprika – skorin í teninga
 • 150gr snjóbaunir
 • ¼ bolli ferskt kóríander
 • 20 gr kókosmjöl
 • 1 bolli kókoskrem (coconut cream)
 • ½ bolli kókosvatn (líka alveg í góðu að nota venjulegt vatn)
 • 1 msk kókosolía
 • ½ tsk sjávarsalt
 • 1 tsk svartur pipar
 • Kókosflögur til skreytingar

 
Aðferð:

Kvöldið áður eða um morguninn:

 1. Kjúkling, curry paste og limesafa blandað saman í skál og látið marinerast yfir nótt eða heilan dag. Setjið plastfilmu yfir og geymið í kæli.
 2. Kókosolía hituð á pönnu (gott að nota wok-pönnu eða djúpa pönnu), laukurinn steiktur í 2-3 mín – þar til glær.
 3. Bætið þá við kjúklingnum og hrærið í 2-3 mín í viðbót.
 4. Bætið við snjóbaununum, paprikunni og kókoskreminu og hrærið saman þar til fer að sjóða.
 5. Bætið við kókosvatninu – gætuð viljað nota minna eða meira eftir hversu þykk/þunn sósan á að vera. – Smekksatriði.
 6. Látið malla þar til kjúklingurinn er örugglega nóg gerður og bætið þá við mangóbitunum, kókosmjölinu og kókosflögunum. Skreytið einnig með kóríander og lime-sneiðum.

Borið fram með t.d. brúnum hrísgrjónum og grænu salati.
 
Njótið!

Með heilsukveðju,
Ásthildur Björns

 

Leave a Reply