Spænskur kjúklingur

Spænskur kjúklingur
 
Kjúklingur er ávallt vinsæll og gott að grípa í og auðvelt að útbúa allskyns dásemdarrétti með örlitlu hugmyndaflugi.  Hér er einn réttur sem mér finnst alltaf góður með helling af grænmeti og þurrristuðum kashewhnetum sáldruðum yfir.
 
Innihald:

 • 1 msk kókosolíu
 • 1 msk ólífuolía
 • 1-2 hvítlauksrif – pressuð
 • 100gr skallottulaukar
 • ½ bolli saxaðir sveppir
 • 1 sellerístilkur – saxaður
 • 4 kjúklingabringur – skornar í litla bita
 • 2 lúkur spínat
 • 1 dós niðursoðnir tómatar
 • ½ – 1 tsk cumin
 • ½ – 1 tsk kóríanderduft
 • 2 tsk mexíkókrydd
 • 2 tsk chilliflögur S
 • alt & pipar
 • 1 lúka kashewhnetur – saxaðar og þurristaðar – sáldraðar yfir áður en borið er fram

 
Aðferð:

 1. Hitið upp kókosolíuna á stórri pönnu.
 2. Bætið við hvítlauk, lauk, sveppum og sellerí og blandið vel saman í u.þ.b. 5 mínútur eða þar til laukurinn er orðinn glær.
 3. Bætið við kjúkling á pönnuna og eldið í u.þ.b. 8 mín.
 4. Bætið við spínati, tómötum og kryddunum.
 5. Eldið í 2-3 mínútur í viðbót.
 6. Setjið í eldfast mót og bakið í 180 gr heitum ofni í um 30 mínútur.
 7. Kashewhnetum dreift yfir áður en borið er fram.

 
Dæmi um meðlæti: brún hrísgrjón og hrúga af grænu salati.
 
Heilsukveðja frá Rotterdam,
Njótið!

Ásthildur Björns

Leave a Reply