Smoothie a la Árný

Smoothie a la Árný MMM

Eldri dóttir mín hún Árný Björk býr sér mjög gjarnan til allskyns smoothies og stundum fær mamman að smakka og ég féll alveg fyrir þessum ljúffenga drykk – enda fékk ég að kalla hann Smoothie a la Árný :)

Innihald:

  • 1 appelsína
  • 1 lítið rautt epli
  • 1 lúka frosin hindber
  • 4 stk möndlur með hýðinu
  • 1 ástaraldin (passion fruit)
  • ½ bolli vatn (magn annars eftir smekk)

Aðferð:

  • Öllu blandað saman í blender
  •  Skreytt með ástaraldin

Njótið!

Leave a Reply