Nóvember “kósýness” súpan

Nóvember kósýness súpan MMM
 
Nú er farið að kólna hressilega hér í Rotterdam – hitastigið dottið niður fyrir 15 gráðurnar – ójá og þá finnst Íslendingnum vera frekar kalt sökum rakans sem hér er.   Haustið byrjar frekar seint hjá okkur og eins og fyrri ár þá er ég sérstaklega mikið fyrir súpur á þessum árstíma.  Gerði þessa yndislegu kremuðu súpu sem sló svona skemmtilega í gegn hjá okkur öllum.

Ég er mikið fyrir að elda mat sem hægt er að nýta í fleiri en eina máltíð.  Þá er hægt að nýta afgang í nesti og fleiri máltíðir handa fjölskyldunni og óþarfi að standa vaktina við eldavélina öll kvöld vikunnar.  Því mæli ég með að gera ríflega þannig að hægt sé að nota afganginn í fleiri máltíðir.  Svo er það nú svo oft með súpurnar að oft eru þær nú bara betri daginn eftir.

 
Innihald:

 • ¾ – 1 bolli af kashew hnetum (settar í bleyti í 3-5 klst)
 • 1.5 líter grænmetissoð
 • 1-2 msk extra-virgin ólífuolía
 • 4 hvítlauksrif – pressuð
 • 3-4 meðalstórir skallottulaukar – saxaðir
 • 3 meðalstórar gulrætur – saxaðar
 • 1 stór rauð paprika – söxuð
 • 2 meðalstórar sætar kartöflur – saxaðar (ef hýðið er í lagi þá er í góðu lagi að það fari einnig með í súpuna eftir að hafa verið þrifið)
 • 2 sellerístilkar – smátt saxaðir
 • 2 dósir niðursoðnir saxaðir tómatar

Kryddin:

 • 1 tsk paprikukrydd
 • ½ tsk hvítlauksduft
 • ½ tsk þurrkað oregano
 • ½ tsk laukduft
 • ½ tsk þurrkað basil
 • ½ tsk þurrkað timían
 • ½ – 1 tsk nýmalaður svartur pipar
 • ½ – 1 tsk sjávarsalt
 • ¼- ½ tsk cayennepipar

 Rétt áður en súpan er borin fram:

 • 1-2 bollar smátt saxað spínat eða grænkál
 • 1 dós – eða jafnvel 2 bollar af aduko baunum (alveg hægt að nota hvaða baunir sem er t.d. svartar baunir, kjúklingabaunir o.s.frv.)

 
 Aðferð:

 1. Byrjaðu á að setja kashew hneturnar í bleyti 3-5 klst– alveg í lagi þó það sé yfir nótt.
  Vatnið er þvínæst hellt af þeim og þær settar í blender ásamt 1 bolla af grænmetissoðinu. Blandað vel saman og sett til hliðar.
 2. Ólífuolían er hituð yfir meðalhita í stórum og djúpum potti og lauknum og hvítlauknum er velt upp úr heitri olíunni í 3-5 mínútur eða þar til laukurinn verður glær.
 3. Þá er gulrótunum, paprikunni, sætu kartöflunum, selleríinu, niðursoðnu tómötunum, kashew blöndunni og það sem eftir er af grænmetissoðinu bætt út í ásamt kryddunum. Hrærið öllu vel saman.
 4. Látið ná suðu og lækkið þá hitann og látið malla í 20-30 mínútur.
 5. Smakkið endilega til og kryddið með salti & svörtum pipar ef þarf.
 6. Um 5 mínútum áður en þið takið súpuna af hellunni bætið þá spínatinu/grænkálinu við og blandið vel saman.

Það er æði að þurrrista kashewhnetur og sólblómafræ og sáldra yfir súpuna þegar búið er að bera hana á borð.
 
Njótið!

Heilsukveðja frá Rotterdam,
Ásthildur Björns

Leave a Reply