Möndlu Hafraklattar

Hollustu Hrá Hafraklattar mmm

 
Ég er mjög hrifin af hafraklöttum (sjá einnig Hollir hafraklattar) og hér er afskaplega bragðgóð útgáfa og að þessu sinni það sem myndi teljast “raw” eða hráfæðisuppskrift þar sem klattarnir eru bakaðir við aðeins 110 gráður.  Möndlusmjörið gerir einnig mjög mikið fyrir þessa uppskrift þannig að úr verður dásamlega góðir möndlu hafraklattar.

 
Innihald:

 • 1/3 bolli möndlusmjör
 • ¼ bolli maple sýróp (hlynsýróp)
 • 1 msk kókosolía – brædd
 • 1 tsk vanilludropar
 • 2 bollar tröllahafrar (hægt að fá glútenlausa hafra)
 • hnífsoddur af sjávarsalti

 
Aðferð:

 1. Pískið saman möndlusmjörinu, maple sýrópinu, kókosolíunni og vanilludropunum.
 2. Settu aðeins helminginn af tröllahöfrunum (1 bolli) í matvinnsluvél og malaðu þá frekar fínt.
 3. Bættu þá möndlusmjörsblöndunni ásamt saltinu við hafrana í matvinnsluvélinni og blandaðu vel saman.
 4. Bættu við afganginum af tröllahöfrunum og ýttu á “puls” nokkrum sinnum. Þú vilt rétt aðeins blanda öllu saman en ekki of mikið því þú vilt halda afganginum af tröllahöfrunum heilum.
 5. Mótaðu litlar kúlur (ágætt að nota kúpta teskeið) og pressaðu svo kúlurnar niður með lófanum.
 6. Sett í 110 gráðan heitan ofn og látið bakast í um 1-1.5 klst – eða þar til orðið nógu þurrt þannig að kökurnar haldast saman. Þú getur tekið þær út þegar þér finnst þær vera nógu gerðar og þá sett þær aftur inn í ofninn ef þær þurfa að vera lengur. Ef þú hefur þær of lengi þá verða þær mjög harðar.
 7. Geymt í lokuðu íláti í 2-4 daga.

 
Njótið!

Bestu heilsukveðjur frá Rotterdam,

Ásthildur Björns

 

Leave a Reply