Mangó & möndlusmoothie

2. Mangó & möndlusmoothie nr.2 PSD MMM

Ávallt gott að geta reddað sér með dýrindis smoothie þegar þú ert á ferðinni í dagsins önn.  Hér er ein góð sem er virkilega svalandi á góðum degi – því kaldari því betri!

 
Innihald:

  • 1 bolli mangó (ferskur eða frosinn)
  • ½ bolli ananas
  • ½ banani (fínt að eiga vel þroskaðan niðursneiddan í frystinum)
  • 1 ½ bolli möndlumjólk (best að gera sína eigin – sjá hér)
  • 3-5 klakar eftir smekk

 
Aðferð:

Öllu blandað vel saman í blender.
 
Njótið!

Bestu heilsukveðjur,
Ásthildur Björns

 

 

Leave a Reply