Laxasalat ala Davíð Stefáns

Laxasalat með appelsínum og ruccola

Veizlan er hafin!  Ég er voðalega spennt fyrir þessum hluta síðunnar á Matur Milli Mála því að hér mun annálað hollustufólk, menn & konur bjóða uppá hina og þessa hollusturétti.

Mér er sönn ánægja að kynna til leiks fyrsta Matargestinn á síðuna en það er Davíð Kristinsson og býður hann uppá dásamlega hollt og girnilegt laxasalat með appelsínum, klettasalati og lárperu.

(Fyrir 1-2)

Innihald:

 • 250 g lax
 • sjávarsalt og pipar eftir smekk
 • 2 msk ólífuolía
 • 1 appelsína
 • 1 lárpera
 • 30–40 g klettasalat
 • 2–3 msk graskersfræ


Aðferð:

 • Kryddið fiskinn og steikið hann í olíu.
 • Skerið appelsínu og lárperu og raðið með klettasalati í skál.
 • Leyfið fiskinum aðeins að kólna og setjið hann svo út á salatið.
 • Bætið ólífu­olíu og sjávarsalti út á eftir smekk.

Davíð Kristinsson
Davíð er höfundur bókarinnar 30DAGAR-LEIÐ TIL BETRI LÍFSSTÍLSDavíð Kristinsson
Davíðs  hefur starfað sem einkaþjálfari í 15 ár og sérmenntað sig sem næringar- og lífsstílsþjálfari. Hann rekur nú Heilsuþjálfun ehf. á Akureyri ásamt eiginkonu sinni. Hjá Heilsuþjálfun starfa átta þjálfara og eru um 300 manns í hópeinkaþjálfun þar. Davíð hefur á undanförnum árum haldið mikinn fjölda vinsælla námskeiða og fyrirlestra um 30 daga hreint mataræði.
Hægt er að ná í Davíð á netfangið 30@30.is

Leave a Reply