Kóríander- & Ananassmoothie

10. Kóríander og ananas smoothie nr. 10 PSD MMM

 

Ég er mjög hrifin af smoothies og söfum og drekk annaðhvort eða bæði daglega.  Oft er það svo að ég er að gera sömu blöndurnar í einhvern tíma en ég passa mig einnig á að búa sífellt til nýjar uppskriftir svo ég fái nú ekki leið drykkjunum.  Þessi smoothieblanda er yndislega góð, mettandi og hreinsandi þar sem hún inniheldur próteinríkt avokadó (gefur fyllingu), kóríander sem er einmitt hreinsandi og svo er það ananasinn sem hefur margvísleg holl og góð áhrif eins og m.a. bólgueyðandi áhrif.

 
Innihald:

  • 1 ½ bolli spínat
  • 1 bolli kókosvatn
  • 2 msk kóríander
  • 1 bolli ananas (ferskur eða frosinn)
  • ¼ avokadó

 
Aðferð:

  1. Byrjaðu á að setja spínatið og vatnið í blender og blandaðu vel saman.
  2. Síðan seturðu allt hitt og blandar vel saman.

 
Njótið!

Bestu heilsukveðjur frá Rotterdam,
Ásthildur Björns

 

Leave a Reply