Kjúklingabringu hamingja a la Dammý

Kjúlli Dagmar Hrund
 
Matargestur vikunnar er hinn eldhressi, klári og ofursterki hundaeigandi hún Dagmar Hrund einkaþjálfari í World Class. Hún var svo elskuleg að senda mér þessa kjúllauppskrift eða eins og hún orðaði það sjálf “Mjööög einfalt og fljótlegt c“,)”

Hér er ansi mikið hægt að leika sér með magnið á hráefninu og fer þá eftir því hversu margir eru í mat.

 
Innihald:

 • Kjúklingabringa
 • Eðal-kjúklingakrydd frá Pottagöldrum
 • Ólífuolía
 • Kínóa
 • Himalayasalt eða sjávarsalt
 • Veislusalat
 • Rauð paprika
 • Graskersfræ
 • Mangó
 • Avokadó

 
Aðferð:

 • Ofninn stilltur á 220°C
 • Kjúklingabringa krydduð með kjúklingakryddinu.
 • Sett í eldfast mót með smá olíu.
 • Sett inn í ofn í 40 mínútur.
 • Kínóa sett í pott ásamt vatni og smá himalaya salti eða sjávarsalti.
 • Látið suðuna koma upp.
 • Lækkið þá hitann.
 • Látið sjóða í um 15- 20 mín við lægsta hita sem viðheldur suðu (fylgjast með og hræra í svo brenni ekki við) svo er gott að láta standa í smá stund.

 
Dagmar HrundProfil Dagmar

Dagmar eða Dammý eins og hún er oft kölluð er að einkaþjálfa og kenna æfingu dagsins og námskeið í ólympískum lyftingum í World Class Kringlunni. Einnig er Dammý með – Heilsunudd hjá Dammý þar sem hún býður uppá svæðanudd, sogæðanudd, klassískt nudd og triggerpunkta. Hún er með nuddaðstöðu í Ármúla 36 í aðstöðu Sportnudd.is.

dagmar.thjalfari@gmail.com

Leave a Reply