Kiwi- & möndlumillimál með súkkulaði

IMG_9429

Fljótlegt – einfalt – bragðgott!
Þetta millimál er leikur einn að útbúa og góð tilbreyting ef þú ert ein/n af þeim sem eru oft að fá þér það “sama” í millimál á hverjum degi.

Innihald:

  • 1 lítill banani
  • 1 kiwi
  • ½ lúka möndlur
  • ½ – 1 tsk kakónibbur
  • kókosflögur

 
Aðferð:

  1. Bananinn og kiwi skorið niður.
  2. Sett í skál ásamt möndlunum, kakónibbunum og kókosflögunum.

Njótið!

Með heilsukveðju frá Rotterdam,
Ásthildur Björns

 

Leave a Reply