Kanilhnetumix

NikNak-mix psh mmm

 
Orðin “nik nak” í mínum huga merkir að fá sér eitthvað smá gott nart á milli mála – nartið getur svo sem verið hvað sem er. Þetta orðatiltæki heyrði ég fyrst þegar ég kynntist eiginmanni mínum og hans fjölskyldu fyrir rúmum tuttugu árum síðan. Síðan þá hefur “það að fá sér eitthvað nik nak”  fengið að fljóta með á okkar heimili. Kanihnetumixið er einmitt svona ekta “nik nak.”  Mixið er hægt að græja og geyma svo í lokuðu íláti í 2-3 daga ef það klárast þá ekki fyrr. Uppskriftin er lítil og hægt er að nota hvaða hnetur sem er í hana.

 
Innihald:

 •  1 eggjahvíta
 • 1 msk kókosolía – brædd
 • ¼ tsk vanilla extract
 • 1-2 tsk kanill (mér finnst æði að hafa nóg af kanil)
 • ½ tsk sjávarsalt
 • ¼ bolli möndlur
 • ¼ bolli macadamia hnetur
 • ½ bolli valhnetur
 • 2 msk möndumjöl

 
Aðferð:

 1. Hitaðu ofninn í 140 gráður.
 2. Pískaðu vel saman eggjahvítunni, kókosolíunni, vanillunni, kanilnum og saltinu.
 3. Bættu við hnetunum (ath. þú getur alveg notað hvaða hnetur sem er).
 4. Sáldraðu möndlumjölinu yfir og blandaðu þessu öllu vel saman.
 5. Dreifðu blöndunni bökunarpappír.
 6. Bakaðu í 25-30 mínútur eða þar til liturinn er orðinn gylltur.
 7. Tekið út og leyft að kólna í smástund.

 
Njótið!
 
Með heilsukveðju frá Rotterdam,
Ásthildur Björns

Leave a Reply