Smoothie með kanilívafi

Kanil smoothie

 

Hér er einn einfaldur og fljótlegur smoothie sem hentar vel ef sætuþörfin er að fara með mann.  Epli og kanill saman og ég er sátt, þannig er það bara.

 
Innihald:

  • 1 lítill banani
  • 1 epli
  • ½ bolli möndlumjólk
  • ½ tsk lucumaduft
  • ½ – 1 tsk pumpkinkrydd*
  • ½ – 1 bolli klakar
  • 1 msk chiafræ

 

Aðferð:

  •  Allt sett í blender

*Ath. ef pumpkinkrydd er ekki til þá er hægt að blanda sitt eigið:

–  ½ tsk kanill
–  ¼ tsk engifer
–  ¼ tsk múskat
–  ¼ tsk negull

Njótið!

Leave a Reply