Ítölsk Tómatsósa

Ítalskt lasagna
 
Þessi sósa er æði hvort sem er með ítölsku kjötbollunum eða í ítalska lasagna (verður birt á næstunni) og eins er hún frábær ofan á pizzu.  Ég tvöfalda yfirleitt uppskriftina ef ég er að gera ítölsku kjötbollurnar.

 

Ítalskar kjötbollur

 

Innihald:

 • 2-3 msk ólífuolía til steikingar
 • 2-4 hvítlauksrif – pressuð
 • 1 stór laukur – smátt saxaður
 • 2-3 msk oregano
 • 3 litlar dósir tómatpúrra
 • 2 dósir niðursoðnir tómatar
 • 1 tsk basilikum krydd
 • 1 tsk sjávarsalt
 • 1 tsk svartur nýmalaður pipar
 • 1 tsk hunang
 • ¼ bolli ólífuolía
 • ¼ bolli rifinn ostur

 
Aðferð:

 1. Ólífuolía (2-3 msk) er hituð upp í stórum potti. Lauk og hvítlauk ásamt oregano er hrært saman við olíuna þar til laukurinn er orðinn glær.
 2. Niðursoðnu tómatarnir ásamt tómatpúrrunni bætt útí (ef þú notar heila tómata í dós – passaðu þá að skera þá niður í litla bita áður en þú hellir þeim út í pottinn).
 3. Blandið vel saman og bætið restinni af innihaldinu í pottinn.
 4. Gott að láta ná suðu og láta svo malla í 2-3 klukkustundir á vægum hita.

 
Njótið!

Með heilsukveðju frá Rotterdam,
Ásthildur Björns

Leave a Reply