Hreinsandi létt & grænt salat með mintu

Hreinsandi eplasalat með mintu MMM psd

Þessa salatblöndu geri ég mér stundum þegar mig langar í eitthvað létt og ferskt.  Enda líður manni æðislega vel á eftir – sellerí er svo hreinsandi og græni liturinn virkar bara þannig á mig að ég verð endurnærð á eftir.  Þetta salat er hægt að hafa sem millimál eða jafnvel sem léttan hádegis- eða kvöldmat og bæta þá t.d. við eggjum og jafnvel avokadó. Einnig dásamlegt sem meðlæti með fisk.

Innihald:

  • 1 grænt epli – flysjað ef ekki lífrænt, skorið í litla teninga
  • 1-2 sellerístönglar – ég vil hafa heilan haug af þessu dásemdar grænmeti
  • ½ lúka valhnetur – meira/minna eftir smekk – einnig hægt að nota aðrar hnetur eins og t.d. pekan eða kashew, saxaðar möndlur og svo er einnig æði að strá sólblómafræjum yfir.
  • 2-3 greinar af ferskri mintu – tínið blöðin af og gróftsaxið
  • Nýkreistur sítrussafi eftir smekk – hægt að nota t.d. appelsínu, sítrónu eða lime – magnið getur verið frá 1 – 3 msk.  Endilega smakka bara til og bæta þá við.

Aðferð:

  1. Öllu blandað saman í skál.
  2. Nýkreista safanum skvett yfir og blandað vel saman – smakkað til og bætt við meiri safa ef þarf.

 

Njótið!

Heilsukveðjur frá Rotterdam,
Ásthildur Björns

 

 

Leave a Reply