Hollustubrownies – Já takk!

Hollustubrownies - Já takk!MMM

Var að hjóla einn morguninn hér í Rotterdam og fékk þá þessa skyndilegu og brjálæðislegu löngun í brownies sem er frekar sérstakt þar sem ég er frekar nýbúinn að uppgötva súkkulaðiheiminn.  Getur það verið að aldurinn sé að færast yfir konuna?  Veit ekki?  Allavegana óð mín beint í tölvuna – gúgglaði og gúgglaði og endaði á þessari – fann hana á www.mindbodygreen.com – þvílík snilld!

Innihald:

 • 1 bolli saxaðar döðlur (ef þú kemst í Medjool döðlur þá ertu í góðum málum)
 • ¾ bolli heitt vatn
 • ¾ bolli möndlumjöl
 • ½ bolli lífrænt kakóduft
 • ½ tsk. vínsteinslyftiduft
 • 3 msk hunang lífrænt
 • 2 tsk vanilla extract (vanilludropar)
 • Hnífsoddur af sjávarsalti

Aðferð:

 • Ofninn er hitaður í 180 gr.
 • Hellið heita vatninu yfir döðlurnar og látið standa í um 10 mínútur.
 • Hellið vatninu af döðlunum og geymið það þar til seinna í bakstrinum.
 • Döðlurnar settar í matvinnsluvél og nánast látið maukast. Getur þurft að stoppa nokkrum sinnum og ýta niður úr hliðunum með sleikju.
 • Möndlumjölinu, kakóduftinu, hunanginu, vanillunni og sjávarsaltinu er bætt útí.
 • Blandið vel saman.
 • Ef deigið er of þurrt þá þarf að nota vatnið sem notað var til að bleyta í döðlunum. Prófaðu þig áfram – betra að bæta við heldur en að hella öllu strax. Getur þurft að bæta við ef döðlurnar sem þú ert með eru þurrar.
 • Blöndunni hellt í kókosolíusmurt kökuform – ég notaði ferkantað 20×20. Brownies-ið var frekar í þynnri kantinum þar sem ég notaði ekki minna form en samt mjög gott.
 • Bakað í um 20-25 mín. Fylgstu vel með í lokinn – og notaðu endilega tannstönglaaðferðina – ef ekkert kemur þá er þetta tilbúið ásamt því að fylgjast með köntunum á kökunni – ef kantarnir eru farnir að fjarlægast kökuformið þá er þetta líklegast tilbúið. Þú vilt nefnilega heldur ekki baka þetta of mikið.
 • Leyft að kólna áður en þú skerð kökuna í sneiðar.
 • Að sjálfsögðu er alltaf jafn dásamlegt að drekka ískalda mjólk með og að þar sem ég átti heimagerða möndlumjólk þá varð úr þessi himneska tvenna.

Hægt að geyma í loftþéttu íláti í ískáp í allt að 5 daga – ef þetta verður þá ekki búið fyrr.

Á mínu heimili var þetta klárað á innan við þremur tímum. Því er það bara engin spurning að þetta verður endurtekið sem fyrst og þá jafnvel höfð tvöföld uppskrift.

Njótið!

Heilsukveðja frá Rotterdam – Hollandi,
Ásthildur Björns

Leave a Reply