Hollir hafraklattar

Hollir hafraklattar mmm
Innihald:

 • 2 vel þroskaðir bananar – stappaðir
 • 1 stórt epli – rifið niður
 • 3-4 bollar haframjöl
 • 2 egg
 • 2 msk kanill
 • 2 msk chiafræ
 • 3 msk kókosmjöl
 • ¼- ½ bolli möndlumjólk (rétt til að bleyta í deiginu)
 • Hreint hunang eftir smekk – (sett á klattana þegar þeir eru búnir að bakast)


Aðferð:

 • Öllu blandað vel saman.
 • Deigið þarf að vera þannig að þú getir mótað litlar kúlur og flatt þær út á bökunarplötunni.
 • Of þurrt – bættu við meiri mjólk – of blautt bættu við meira haframjöli.
 • Bakað í ofni í um 15 mín við 200gr.
 • Þegar yfirborðið er orðið þurrt – taktu þá klattana út úr ofninum og settu pínu hunang yfir hvern og einn klatta – magn fer eftir smekk – ég setti ca ¼ tsk – mjög gott – en líka hægt að sleppa því.
 • Klattarnir settir aftur inn í ofn og bakað í nokkrar mínútur í viðbót.

Njótið!

4 comments

  • Ásthildur Björns says:

   Sæl Íris Erna,
   Þar sem bananarnir (vel þroskaðir) og eplin gera mikið fyrir sætuna og áferðina að þá myndi ég ekki sleppa þeim í þessari uppskrift. Ef þú sleppir þeim ertu komin með allt annað dæmi ;)

 1. Karen Rut says:

  Hvernig geymast klattarnir? Eru þeir fljótir að þorna eða er í góðu lagi að gera stóra uppskrift og eiga í smá tíma? Jafnvel frysta? :)

  • Ásthildur Björns says:

   Sæl Karen Rut,
   Það er alveg í lagi að geyma þá í lokuðu íláti á borðinu í ca 1 sólarhring eða svo – ef lengur þá 2-3 daga í ísskáp – annars myndi ég bara frysta þá – geymast vel svoleiðis og þá haldast þeir “ferskir” lengur :)

Leave a Reply