Gulrótar- og eplamuffins

Gulrótar og eplamuffins - mmm

Mig langaði í muffins!  Gerði því þessi þar sem ég átti hrúgu af gulrótum sem jú endast nú ekki endalaust.  Þessi eru mjög góð og ef geymt í kæli þá eru þau einnig ljúffeng daginn eftir.  En ég fékk mér einmitt eitt slíkt í morgunmat einn daginn.

Glútenlaust!

12 muffins – ef þú notar venjulega stærð af formum.

Innihald:

 • 3/4 bolli möndlumjöl
 • 3/4 bolli kókoshveiti
 • 1/4 bolli haframjöl – fín (hægt að setja t.d. í blender/matvinnsluvél)
 • 2 msk hörfræ – mulin
 • 1 tsk vínsteinslyftiduft
 • 1 tsk matarsódi
 • 1-2 tsk kanill
 • 1/2 bolli lífrænt hunang
 • 1 bolli rifnar gulrætur
 • 1 stórt epli, afhýtt, kjarnhreinsað og rifið niður
 • 1 lítil krukka eplamauk (ég notaði lífrænt mauk ætlað ungabörnum).
 • 1 stórt lífrænt egg (eða 2 lítil lífræn egg)


Aðferð:

 1. Hitaðu ofninn í 190 gráður
 2. Blandaðu saman í lítilli skál öllum þurrefnunum og leggðu til hliðar
 3. Í annarri skál blandaðu saman egginu/eggjunum, eplamaukinu, hunanginu ásamt rifnu gulrótunum og eplinu.
 4. Blandaðu saman þurru og blautu hráefnunum með sleif.
 5. Ef þér finnst deigið of blautt þá geturðu alveg bætt aðeins af haframjöli við.  Eins ef þér finnst deigið vera of þurrt þá geturðu bætt við einu eggi.  (Kókoshveitið dregur svo svakalega í sig vökva að stundum getur deig orðið of þurrt þess vegna).
 6. Fínt að nota skeið til að setja í formin.
 7. Bakað í u.þ.b. 15-20 mín eða þar til ekkert kemur á tannstöngul sem stungið er ofan í.
 8. Gott að geyma svo í kæli.  Haldast mjúk og góð.

Gangi þér vel!

Með heilsukveðjur frá Rotterdam,
Ásthildur Björns

Leave a Reply