Gula bomban

Gula bomban - smoothie mmm

Turmeric er magnað krydd sem hefur m.a. sýnt að það hafi bólgueyðandi áhrif, inniheldur öflug andoxunarefni, góð áhrif á heilann og starfsemi hans, góð áhrif á þunglyndi, talið geta dregið úr hættu á hjarta-og æðasjúkdómum ásamt góð áhrif gegn krabbameini.

Turmeric er krydd sem ætti svo sannarlega að nýta enn meir heldur en við mörg gerum.  Kryddið er hægt að nota nánast í hvað sem er – eins og t.d. í smoothies, í eggjakökur, í sósur og út á pönnuna út á nánast hvaða rétt sem er – endilega prófa sig áfram.

 
Innihald:

  • 2 frosnir bananar
  • 2 msk macaduft
  • 2 msk chiafræ
  • ½ – 1 tsk turmeric krydd
  • 1 mangó
  • 1 bolli kókosvatn (eða venjulegt vatn)

 
Aðferð:

  • Öllu blandað saman í blender.
  • Skreytt með gojiberjum og mórberjum (mulberries).

 
Njótið!

Með heilsukveðju frá Rotterdam,
Ásthildur Björns

Leave a Reply