Grískur Bláberjasmoothie

Grískur bláberjasmoothie mmm
Þar sem senn líður að berjatínslu á Íslandi þá er þessi smoothie viðeigandi en í hann er bæði hægt að nota fersk eða frosin bláber.  Íslensk villt bláber eru klárlega þau braðgbestu sem ég hef smakkað og mikið ofsalega sakna ég þeirra.  Hér í Hollandi hef ég ekki rekist á bragðmikil ber og verð því að láta duga hálfbragðlaus og ofurstór bláber – hvort sem það eru fersk eða frosin.  Núna á næstunni er því málið að skella sér í berjamó og tína birgðir fyrir veturinn.  Já og með því slærðu fleiri en tvær flugur í einu höggi – færð útiveruna ásamt hreyfingunni og dásamlega góð bláber.

Innihald:

  • 1/2 bolli fersk eða frosin bláber
  • 1 bolli möndlumjólk (eða önnur mjólk) – Einfalt að gera sína eigin möndlumjólk – sjá hér.
  • 2 tsk grísk jógúrt
  • 1 tsk lífrænt hunang
  • 1 tsk mulin hörfræ

Aðferð:

  1. Allt sett í blender og blandað vel saman.

Njótið!

Bestu heilsukveðjur frá Rotterdam,

Ásthildur Björns

Leave a Reply