Græni-græni smoothie

7. Græni-græni nr.7 PSD MMMFerskur og grænn!

Ég elska smoothie og finnst það alltaf jafn gott og þægilegt að byrja daginn á einum slíkum (eftir að hafa drukkið sítrónute-ið!).  Hér er ein hugmynd að “einum grænum.”  P.s. hér í Rotterdam er grænkálið loksins fáanlegt í búðunum og það lá við að mín stykki hæð sína af fögnuði þegar fyrsti pokinn sást í búðinni!

(Skammtur fyrir einn)

Innihald:

  • 1 ½ bolli grænkál (eða spínat)
  • 1 bolli kókosvatn (einnig hægt að nota kranavatn)
  • ½ agúrka (eða ½ bolli) – flysjuð
  • 1 grænt epli – flysjað og kjarnhreinsað
  • ½ bolli ananas eða mangó
  • ½ avokadó (þessi litlu í græna netinu)
  • ca 1-2 cm engiferrót (magn fer eftir smekk)

 
Aðferð:

  1. Byrjaðu á að segja grænkálið og vatnið í blender og blandaðu vel saman.
  2. Síðan seturðu allt hitt og blandar vel saman.

Njótið!

Bestu heilsukveðjur frá Rotterdam,
Ásthildur Björns

Leave a Reply