Græna hollustusúpan

Græna hollustusúpan pds mmm

Ég elska súpur!  Það er yndislegt hversu vel þær ylja ef manni er kalt og þessi súpa er hollustan út í eitt.  Það góða við þessa súpu að hún er ótrúlega einföld og fljótleg (ekki láta innihaldslýsinguna hræða þig!) og þú getur sett nánast hvaða grænmeti sem er út í hana. Þá er hún einnig mjög góð daginn eftir.
 
Innihald:

 • 2 tsk kókosolía
 • 1 vænn gulur laukur, saxaður
 • 3 hvítlauksgeirar – smátt saxaðir
 • 3 bollar niðursneiddir sveppir
 • 1 bolli gulrætur – saxaðar
 • 2 bollar brokkolí – skorið í litla bita
 • 1 bolli blómkál – skorið í litla bita
 • Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar eftir smekk
 • 2-3 tsk ferskt rifið engifer
 • ½ tsk turmeric
 • 2 tsk cumin
 • ½ tsk kanill
 • 5 bollar grænmetissoð
 • 2 stór Nori-blöð (eins og notað er í sushi-gerð) – klippt niður í litla strimla (ca 2cm x 2cm)
 • 2 bollar saxað grænkál eða spínat
 • Ferskur sítrónusafi sem kreistur er yfir þegar borið er fram eftir smekk.

 
Aðferð:

 1. Hitaðu kókosolíuna í stórum djúpum potti yfir meðalhita.
 2. Bættu lauknum og hvítlauknum og steiktu í um 5 mínútur eða þar til laukurinn er orðinn mjúkur og glær.
 3. Bættu sveppunum, gulrótunum, brokkolíinu og blómkálinu og hrærðu vel saman.
 4. Kryddaðu vel með salti og pipar og haltu áfram að hræra vel saman í um 5 mínútur.
 5. Bættu við engiferinu og kryddunum og hrærðu saman í um 1-2 mínútur.
 6. Bættu við grænmetissoðinu og blandaðu öllu vel saman.
 7. Láttu ná suðu og lækkaðu þá hitann rétt undir meðalhita og láttu malla í um 15-20 mínútur eða þar til grænmetið er farið að mýkjast.
 8. Rétt áður en borið er fram þá hræriðu Nori-strimlunum og grænkálinu og lætur sjóða þar til strimlarnir og kálið er orðið mjúkt.
 9. Smakkaðu súpuna til og ef þarf bættu þá við salti & pipar.
 10. Mjög gott að kreista smá sítrónusafa yfir þegar borið er fram.

 
Njótið!

Með heilsukveðju,
Ásthildur Björns

Leave a Reply