Glútenlaus kínóagrautur með pekanhnetum

Glútenlaus quinoa

(2-3 skammtar)

Innihald:

 • 1 bolli kínóaflögur
 • 1 bolli möndlumjólk
 • 1 bolli sjóðandi heitt vatn
 • ¼ tsk sjávarsalt
 • ½ – 1 banani – skorinn í sneiðar
 • 1 epli – skorið í teninga
 • 4-8 döðlur – smátt saxaðar
 • ¼ bolli pekanhnetur – smátt saxaðar
 • 1 tsk kókospálmasykur – ef vill

Aðferð:

 • Kínaflögur, möndlumjólk, vatni og salti blandað saman í pott.  Sett á meðalhita og þegar suðan kemur upp er potturinn tekinn af hellunni, lokið sett á og látinn standa í 5- 10 mín.  Grauturinn þykknar við þetta.
 • Grautnum skammtað í skálar og banana, döðlum og pekanhnetum dreift yfir.  Smá kókospálmasykri dreift yfir ef vill.
 • Ath. einnig mjög góður ef hitaður upp ef þið eigið afgang.

 

Njótið!

Leave a Reply