Fylltar paprikur

Fylltar paprikur(Fyrir 3-4)

Innihald:

 • 400gr nautahakk
 • 1 msk ólífuolía
 • 1 laukur
 • 2 hvítlauksrif
 • 1/4 – 1/2 rautt chilli
 • 1,5 tsk chillipipar
 • 1,5 tsk cumin
 • 4 msk tómatmauk
 • 1 dl chilisósa
 • 1 dl vatn
 • 300 gr kjúklingabaunir soðnar (1,5 dl ósoðnar eða  1 og hálf dós)
 • 4 stórar rauðar paprikur


Aðferð:

 • Brúnið kjötið á pönnu og saxið laukinn, pressið hvítlaukinn og léttsteikið með kjötinu í þrjár mínútur – bætið við olíu ef þarf.
 • Fínsaxið chillipiparinn og blandið saman við kjötð. ásamt kryddi, tómatmauki, chillisósu og vatni. Látið sjóða við vægan hita í fimm mínútur.
 • Hrærið í af og til.
 • Bætið baununum út í og sjóðið áfram í fimm mínútur. Sleppið vatninu ef niðursoðnar baunir eru notaðar.
 • Helmingið paprikurnar, fjarlægið fræin og sjóðið við mjög vægan hita í léttsöltuðu vatni í þrjár mínútur.
 • Bragðbætið sósuna ef þarf og fyllið síðan paprikuhelmingana.
 • Borið fram með smá parmesan og nóg af grænmeti.

Njótið!

Leave a Reply