Frittata með beikoni ala Helgi Jónas

Frittata

Egg – fullt hús matar!

Ég elska egg – borða þau oftast nær daglega.  Hér er ein einföld og holl uppskrift frá hr. Metabolic manni Íslands, honum Helga Jónasi.  Uppskrift sem hann gerir reglulega fyrir sig og sína.  Við viljum egg!

Uppskriftin er flott fyrir tvo.

 
Innihald:

 • 4 til 6 egg – hræra eggjunum vel saman
 • 1 lítil laukur – skorinn smátt
 • 4 til 6 beikonsneiðar – skornar smátt
 • Oreganó eftir smekk
 • 1 tsk tómatpúrra
 • smá chilliduft
 • smá salt
 • smá ostur
 • smjör til að steikja upp úr

  
Aðferð: 

 • Eggin er hrærð saman í skál og sett til hliðar.
 • Smjörið brætt á pönnu og laukurinn og  beikonið steikt saman í nokkrar mín eða þar til að laukurinn er farinn að karamelliserast.
 • Bæta oreganó og chilidufti út í og hræra vel saman.
 • Síðan er tómatpúrrunni bætt við í lokinn.
 • Eggjahrærunni er því næst hellt á pönnuna og blandað vel saman við beikonið og laukinn og steikt í 1 mín.
 • Tekið af pönnunni og sett á eldfast mót/disk og ostur settur ofan á.
 • Sett inn í ofn/grill í nokkrar mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað.

Þetta er svo borið fram með heimatilbúnu salsa og klettasalati.

Helgi Jónas gaf einnig upp uppskriftina að heimatilbúna salsanu og þar er nú aldeilis hægt að leika sér með magnið.
 
Innihald:

 • Rauðlaukur
 • Paprika
 • Tómatar
 • Steinselja
 • Hvítlaukur
 • Smá sítrónusafi

 
Aðferð:

 • Allt saxað smátt og magn eftir smekk.
 • Blandað vel saman.

 

Helgi Jónas Guðfinnssonhelgi

Helgi Jónas er fyrrum landsliðsmaður í körfubolta sem lék um árabil með Grindavík auk þess að spila sem atvinnumaður í Hollandi og Belgíu. Hann þjálfaði síðast lið Grindavíkur með góðum árangri og gerði liðið að Íslandsmeisturum árið 2012 og nú í ár mun hann stýra liði Keflavíkur.

Helgi Jónas er einnig upphafsmaður Metabolic æfingakerfisins sem hefur heldur betur slegið í gegn á Íslandi og nú er svo komið að Metabolic-staðirnir eru 13 talsins um allt land.  Helgi Jónas er einn af eigendunum og hefur einnig þjálfað Metabolic hópa í Grindavík og í Reykjanesbæ.

Hvað er Metabolic?

Metabolic er æfingakerfi kennt í formi hópþrektíma, fyrir alla þá sem vilja minnka fitu og auka vöðvamassa, styrk, kraft, hraða og þol. Í tímunum taka allir 100% á því, hvort sem þeir koma inn í góðu formi eða sem byrjendur, þátttakendur stjórna álaginu sjálfir.

Í kerfinu eru engar tilviljanir, hvorki í æfingavali né uppröðun, allir tímar eru hannaðir út frá því að meðlimir nái hámarks árangri, með sem minnstri meiðslahættu og sem mestu skemmtanagildi. Þannig fer kerfið í fjögurra vikna ákefðarbylgjur, við sjáum til þess að þú keyrir þig alveg út en hvílist líka reglulega því líkaminn þarf á því að halda. Í dag eru til yfir 100 mismunandi Metabolictímar þannig að fólk getur verið nokkuð viss um að það fái ekki leið á þessum snilldartímum.

Sjá einnig:  www.metabolic.is

Leave a Reply