Reynslusögur

Meðgöngukílóin BURT! – heilsumarkþjálfun & fjarþjálfun í 6 mánuði.

Ef ég ætti að lýsa sjálfri mér fyrir hálfu ári síðan að þá var ég alltaf þreytt, hormónar í rugli, fór ekkert á blæðingar, var endalaust að pissa á nóttunni, skapið afleitt og átti ég það til að láta það bitna á börnunum mínum og eiginmanni, faldi mig í stórum mussukjólum og var búin að klæðast leggings síðan ég varð ólétt af tvíburunum mínum 2008. Að ógleymdu með meistaragráðu í megrunarkúrum, sem byrjuðu um 14 ára aldur með Nupo Létt drykkjum. Klassískt mynstur í mataræði var að ég byrjaði alltaf tipp topp á mánudegi, á miðvikudegi var ég fallin og sukkaði eins og skepna fram á næsta mánudag, þar sem vítahringurinn byrjaði aftur.

Það var svo í septemberbyrjun 2014 að hafði ég samband við Ásthildi Björnsdóttur. Ég var þá nýflutt til Spánar og vissi af henni í Hollandi. Við ræddum lengi saman í gegnum Skype og bauð hún mér að koma í svokallaða Gjörgæslu hjá henni. Bæði Heilsumarkþjálfun og fjarþjálfun.

Heilsumarkþjálfun var eitthvað sem ég hafði ekki prófað áður..ótrúlegt en satt. En ég held að blandan af þessu tvennu hafi gert það að verkum að ég er búin að ná árangri. Í fyrsta skipti á ævinni. Lífstíllinn er umbreyttur.

Í dag lýsi ég mér sem orkumikilli mannveru sem er síbrosandi, blæðingar eru komnar í lag, er steinhætt öllu pisseríi á nóttunni og sef núna eins og steinn, andrúmsloftið á heimilinu er öllu léttara og börnin smituð af gleði mömmu sinnar, er komin í gallabuxur og fatastærðirnar minnkað. Um 10 kíló og um 60 cm samanlagt í ummáli farnir fyrir fullt og allt.

Að mínu mati er Áshildur algert “sjení” á sínu sviði. Það er alveg sama hverju maður spyr að, það er alltaf svar og lausn, og svo óskaplega eðlileg nálgun á allt. Engar öfgar og eitt skref í einu. Eftir fundina okkar sem við áttum tvisvar í mánuði fannst mér ég geta sigrað heiminn. Hún Ásthildur smitar af sér svo mikilli visku og gleði að maður gersamlega spólaði af stað inn í lífið.

Berglind Jónsdóttir – 36 ára – heimavinnandi, fjögurra barna móðir

Hressari & orkumeiri – Heilsumarkþjálfun 6. mánuðir

Verða orkumeiri, draga úr stirðleika, fækka kílóum voru mín þrjú helstu markmið þegar ég byrjaði í 6 mánaða prógraminu.  Ásthildur hjálpaði mér að vinna að þessum markmiðum m.a. með því að koma með góðar hugmyndir að breyttu mataræði og styðja mig í að finna hreyfingu sem ég gat hugsað mér. Það var frábært að fá endurgjöf á matardagbókina og jákvæða endurgjöf, ekki skammir fyrir það sem ég hefði getað gert betur heldur hvatningu og hrós fyrir það sem var gott. Allar upplýsingar og efni sem ég fékk var mjög flott og vel unnið og nógu úr að moða fyrir mig bæði í þessa 6 mánuði og líka núna þegar þeim er lokið.

Stærsta áþreifanlega breytingin sem ég hef tekið eftir síðan ég byrjaði í prógraminu er minnkandi ummál og vigtin fór niður á við en mikilvægasta heildarbreytingin var að ég varð hressari og orkumeiri.

Ásthildur er mjög styðjandi, kemur með endalaust af góðum ráðleggingum án þess að taka ábyrgðina á eigin lífi af manni. Það var frábært að fá allt þetta efni frá henni og hún hjálpaði mér að lifa ekki í eftirsjá eftir því sem ég hefði getað gert betur í gær heldur að standa upp og halda áfram. Ef ég þurfti á aðstoð og sparki í rassinn að halda var hún komin með það um leið :)  Ég myndi mæla með Ásthildi fyrir alla sem vilja og þurfa aðstoð við að breyta og bæta lífsstílinn. Það er frábært að eiga svona fólk.

Jensína Hjaltadóttir, móðir, kennari


Sykurþörfin er minni og ég er hollari – Heilsumarkþjálfun 6. mánuðir

Þegar ég byrjaði í 6 mánaða prógraminu voru mín þrjú helstu markmið að vinna á sykurþörf, breyta lífsstílnum til hins betra á skynsamlegan hátt og komast í form, jafnvel léttast.

Ásthildur hjálpaði mér að vinna að þessum markmiðum með því að ég hélt matardagbók og fékk pepp, uppskriftir og ráðleggingar ásamt viðtölum á tveggja vikna fresti þar sem ákveðin atriði voru sett sem markmið til að bæta næstu tvær vikurnar.  Mikilvægasta heildarbreytingin sem ég hef tekið eftir frá því ég byrjaði í prógraminu er að sykurþörfin er minni, sem hefur verið mitt vandamál. Ég er einnig hollari og fer í ræktina 6x í viku.

Ég myndi mæla með Ásthildi til að hjálpa mér að breyta lífsstíl og hugsunarhætti. Hún er raunhæf, jákvæð, lífsglöð og hvetjandi. Hún laumar inn hinu og þessu með bros á vör og það er fljótt að verða að vana. Efast ekki um að hún getur einnig hjálpað fólki að þyngjast og léttast á sama hátt.  Ég er afskaplega þakklát fyrir hjálpina og það sem meira er að ég held áfram því sem hún var búin að koma inn. Mæli með henni.

Guðbjörg “Gugga” Ragnarsdóttir, móðir, amma og varaformaður Félags grunnskólakennara

 

Heildræn heilsa! – Heilsumarkþjálfun 6 mánuðir

Ásthildur er einstaklega fær  heilsumarkþjálfi, sem hvetur mann og auðveldar manni að setja sér skýr markmið um heilsuna í víðu samhengi.  Það er kostur við hana að hún horfir á heilsu heildrænt og er ekki eingöngu með fókus á hreyfingu og matarræði heldur einnig svefn og almenna hvíld, leiðir til að auka orkuna o.s.frv.

Það sem gerir Ásthildi að framúrskarandi fagmanneskju á sínu sviði er að hún hefur m.a. sterkan bakgrunn sem hjúkrunarfræðingur, er einstaklega hæf í samskiptum og full af ástríðu varðandi heilsu.  Ásthildi er annt um að viðskiptavinir nái markmiðum sínum og bæði leiðbeinir vel og hvetur. Ég mæli eindregið með henni við alla þá sem vilja bæta heilsuna.

Alda Sigurðardóttir, 2ja barna móðir og stjórnendaþjálfari hjá Vendum


Minna sælgæti – meira af hollum mat!  Heilsumarkþjálfun 6 mánuðir

Þegar ég byrjaði í 6 mánaða prógraminu voru mín aðalmarkmið að borða minna af nammi, vera duglegri að borða meira af grænu, elda oftar kvöldmat og klára allt það sem ég hafði sett á bið.

Með góðri markmiðasetningu náði ég öllum mínum markmiðum og stærsta breytingin er hversu miklu duglegri ég er í eldhúsinu ásamt því hversu ég borða miklu minna af sælgæti og þess meira af hollum mat.

Ásthildur er hreinn snillingur sem er yndislegt að tala við – hvetjandi og hjálpar manni að ná markmiðum sínum.  Ég er þegar búin að mæla með henni, annað er ekki hægt. Ásthildur er engill í manns mynd og ég myndi mæla með henni fyrir alla sem vilja ná sínum markmiðum í hverju sem er þrátt fyrir að heilsan sé númer eitt hjá henni. Ásthildur hafði áhrif á að ég náði markmiðum mínum með heilsuna og mörgu öðru til viðbótar. Hún er frábær ef þið viljið taka ykkur á – þá er hún manneskjan til að hjálpa ykkur.

Anna María Kristmundsdóttir, móðir og flugfreyja


Hugsa um hvað ég set ofan í mig!  Heilsumarkþjálfun 6 mánuðir & fjarþjálfun

Þegar ég byrjaði í 6 mánaða prógraminu voru mín helstu markmið að léttast, tóna líkamann og bæta lífsmynstrið.  Ásthildur hvatti mig áfram og sendi mér góð og skemmtileg æfingaprógrömm ásamt því að við töluðum saman á tveggja vikna fresti í gegnum Skype þar sem rætt var um mataræðið og allt milli himins og jarðar er viðkemur heilsu og bættum lífsstíl.

Ég hef lést og styrkst til muna og viðhorf mitt gagnvart heilsusamlegu lífi er allt annað. Ég borða ekkert nema að hugsa um hvað ég er að láta ofan í líkamann og meðvitund gagnvart óhollustu er miklu meiri.

Ásthildur hefur mikla ástríðu fyrir heilsusamlegu lífi og það hvetur mann til dáða og fyllir mann innblæstri þegar maður er í þjálfun hjá henni. Skemmtilegar æfingar og lífsgleði er stór hluti þess að hún er afskaplega góður heilsumarkþjálfi. Ég mæli því með henni ef þú eða þínir hafið áhuga á að lifa heilsusömu og hamingjusömu lífi þar sem vellíðan og hreysti er í fyrirrúmi. Maður er á allan hátt miklu betur í stakk búinn til að takast á við lífið og öllu því sem því fylgir.

Pétur Örn Guðmundsson, tónlistarmaður


Nýjungar og markviss þjálfun – Fjarþjálfun & 6 mánaða heilsumarkþjálfun

Það var í júlí á síðasta ári (2014) þegar leikfimin sem ég hef stundað í hóp sl. 25 ár var komin í sumarfrí að mér bauðst viðtal við Ásthildi þar sem ég hafði verið að skoða síðuna hennar maturmillimála.com. Það var svo í þessu viðtali sem ég ákvað að fá leiðsögn í 6 mán. Fyrstu 3 mánuðina með hreyfingu í gegnum Sideline-forritið og síðan næstu 3 mánuðina eingöngu í heilsumarkþjálfun. Ég hef meðvitað verið að taka út sykur og hveiti í nokkurn tíma en eftir að ég fór að þiggja leiðsögnina hefur allt verið markvissara og svo tók ég einnig út kaffið að miklu leyti. Einnig hef ég kynnst alls konar nýjungum s.s. hollum fitum og sætuefnum. Nú bý ég alltaf til mína möndlumjólk og nýti svo hratið í bakstur eða nota eins og rasp á kjúkling. Ég hef átt skemmtileg samtöl á 2ja vikna fresti við Ásthildi, mjög hvetjandi bæði hvað varðaði markmið mín og viðhalda sambandi við vini og fjölskyldu og hvatningu við að klára hálfnuð verk .

Markmið mín voru að minnka ummál maga og upphandleggja og léttast. Ég náði þeirri þyngd sem ég er sátt við á 4 mánuðum og enn er ég að bæta styrk minn um mig miðja og upphandleggirnir eru í stöðugri vinnu enda er öll slík vinna bara langhlaup. Ég er mjög sátt við þann tíma sem ég hef tekið frá í þessa samvinnu með Ásthildi og óska öllum konum sem ákveða að standa með sér undir styrkri leiðsögn Ásthildar til hamingju með lífið.

Ein glöð 62 ára kona af Stór- Reykjavíkursvæðinu.


Breytt hugarfar! Heilsumarkþjálfun – 3 mánuðir

Þegar ég byrjaði í 3ja mánaða prógraminu voru mín helstu markmið númer eitt, tvö og þrjú mataræðið ásamt meira úthaldi og betri svefn.  Ásthildur hjálpaði mér að vinna að þessum markmiðum með því að gefa mér góð ráð ásamt því að ræða hvað og hvers vegna matarmálin voru í ólagi. Ég setti mér markmið með hjálp Ásthildar eftir hvern tíma og svo ræddum við þau í næsta tíma hvort þeim hafði verið náð.

Ég hef tekið mest eftir að hugarfarið hefur breyst eftir að ég byrjaði í prógraminu. Þá hef ég kynnt mér aðrar leiðir í mataræðinu og er mun meðvitaðri um næringu og tengslin við allt í kring – þ.e. hvernig eitt getur haft áhrif á annað. Ójafnvægi í vinnu getur haft áhrif á samskiptin við maka sem leiðir út í vanlíðan með þeim afleiðingum að ég sæki frekar í óhollan mat sem gefur þá ekki næga orku til að takast á við daginn.

Ef þú þarft að koma reglu á líf þitt, matarplönin þín eru í rugli og þú þarft smá leiðbeiningar hvernig á að komast á rétta braut. Vilt líða vel, borða vel, sofa vel og eiga góð samskipti bæði við fólk og mat þá mæli ég með Ásthildi. En hún er einlæg, góður hlustandi og góð í að hvetja mann og beina í rétta átt.

Ég kann mjög vel við Ásthildi og þægilegt að ræða við hana um mín mál. Hún hefur opnað huga minn gagnvart góðri næringu og að forðast hluti sem eru markaðssettir sem hollt en eru bara sölutrix og til þess eins að græða!

Unnur Gígja, 26. ára móðir


Jafnvægi í lífinu og njóta þess – Heilsumarkþjálfun 3 mánuðir

Mín þrjú helstu markmið þegar ég byrjað í 3ja mánaða prógraminu voru: Ná betri almennri líðan í baráttunni við lélega heilsu síðustu ár. Ná jafnvægi milli heimilis og vinnu og ná að skipuleggja allar máltíðir þar á meðal millimál á álagstímum.

Ásthildur hjálpaði mér að vinna að þessum markmiðum með því að koma með góðar hugmyndir, spyrja mig “réttra” spurninga og styðja við bakið á mér þegar ég var ekki viss um að hlutirnir væru að ganga upp. Stærsta áþreifanlega breytingin er að buxurnar mínar eru orðnar aðeins of rúmar :=)

Heildarbreytingin er mun mikilvægari en áþreifanlega breytingin og hún er sú að lífið er í mun meira jafnvægi, mér fannst það ekki vera í miklu ójafnvægi áður en vildi samt ná meira jafnvægi milli heimilis og vinnu þar sem ég eyddi miklum tíma. Í dag er ég afslappaðri, í betra jafnvægi til þess að takast á við álagstíma og eftir því sem líkamleg orka hefur aukist hjá mér hef ég notið þess að gera aðra hluti en vinna og með aðstoð Ásthildar er ég farin að njóta áhugamála sem ég hafði ekki gefið mér tíma í að sinna í mörg ár. Ásthildur er yndisleg í framkomu, ráðagóð og einstaklega hæf í starfi sínu sem Heilsumarkþjálfi. Ég get mælt með Ásthildi til þess að vinna að því að ná góðu jafnvægi í lífinu.

Að ná góðu jafnvægi í lífinu er undirstaða þess að ná öllum undirmarkmiðum sem maður hefur, hvort heldur sem er að losa sig við kíló, bæta á sig kílóum, hreyfa sig meira, borða hollara eða eyða meiri tíma í fjölskyldu eða áhugamál. Ásthildur hefur gefið mér tækin og tólin til þess að ná góðu jafnvægi, það að halda jafnvægi í lífinu er ekki einna stundar markmið heldur er það áframhaldandi vinna og núna hef ég tólin til þess að halda þeirri vinnu áfram. Ég er ævinlega þakklát Ásthildi fyrir þá aðstoð sem hún hefur veitt mér.

Karólína Júlíusdóttir, tveggja barna móðir, starfar hjá Actavis


Fjarþjálfun í símanum  – get gert æfingarnar hvar & hvenær sem er

Ég er búin að vera í fjarþjálfun hjá Ásthildi í tæpt ár og gæti ekki verið ánægðari.  Æfingaprógrammið er algjörlega sniðið eftir mínum þörfum og eftirfylgnin er góð.  Ég byrjaði hjá Ásthildi í október 2012 og var í einkaþjálfun hjá henni þar til hún flutti erlendis. Byrjaði þá í fjarþjálfun. Ég fæ æfingarnar sendar í app í símann minn mánaðarlega og “tékka” mig inn eftir hverja æfingu.

Appið sjálft er algjör snilld og virkar þannig að ef þú skilur ekki hvernig æfingin á að vera þá smellirðu á hana og færð myndband (með Ásthildi sjálfri) sem sýnir æfinguna.
Þetta hentar mér fullkomlega því allar æfingarnar eru þannig gerðar að þú getur gert þær hvar sem er, þarft í rauninni ekki að æfa í líkamsræktarstöð.

Sara Guðmundsdóttir, þriggja barna móðir, starfar hjá Saga Film


Fjarþjálfun & mataræðið

Ég fór í fjarþjálfun hjá Ásthildi eftir að hafa fylgst um tíma með girnilegu, hollu uppskriftunum hennar á Facebook. Ég að fara að gifta mig (sumar 2014) og langaði aðeins að minnka fituprósentu og auka vöðvamassa en aðallega að líða betur. Ásthildur hefur verið frábær þjálfari, hún fer reglulega með nákvæmni yfir matardagbókina og gefur leiðbeinandi athugasemdir á það sem betur má fara. Æfingarnar eru skemmtilegar og mjög auðvelt að læra þær þar sem hún setur inn myndbönd. Þess á milli er hún hvetjandi og áhugasöm um að ég nái árangri. Mæli með fjarþjálfun hjá henni!

Jóna Svandís Þorvaldsdóttir, 27 ára móðir


Fjarþjálfun til að koma hreyfingunni inn í rútínuna

Ég skráði mig í fjarþjálfun því mig langaði að hreyfa mig reglulega 5-6 sinnum í viku og koma því inn í rútínuna. Mig langaði að komast í betra form, mér finnst gaman að hlaupa úti svo það er tilvalið að vera í betra formi núna fyrir útihlaup í sumar :) Mér fannst auðvelt að ná sambandi við Ásthildi, hún svaraði fljótt, æfingaplönin voru mjög fín og margar sniðugar æfingar. Einnig var afar hjálplegt að fylla út matardagbókina og fá komment á það.

Hrafnhildur Ása Karlsdóttir, 23 ára hjúkrunarfræðinemi 

Leave a Reply