IIN-námið

Ég stundaði nám í heilsumarkþjálfun við hinn vinsæla skóla Institute for Integrative Nutrition’s í New York og útskrifaðist sem heilsumarkþjálfi haustið 2014.

Heilsumarkþjálfanámið hefur verið kennt í rúm 20 ár er diplómanám á háskólastigi og veitir fjöldinn allur af háskólum í Bandaríkjunum náminu viðurkenningu sína enda er það eina sinnar tegundar í heiminum.

Það sem gerir námið einstakt er að þar er m.a. farið í og kenndar rúmlega 150 kenningar er varða næringu eins og t.d. Zone-kúrinn, Atkins, SouthBeach, lágkolvetna, Paleo, hráfæði o.s.frv.  Einnig er mikil áhersla lögð á kennslu í hagnýtri lífsstílsráðgjöf og mikið lagt upp úr einstaklingsmiðaðri þjálfun, allt með það að markmiði að efla heilbrigði og vellíðan einstaklingsins.

Mín nálgun

Hugur – Hjarta – Hönd eru einkunnarorð hjúkrunarfræðinga og með þeim er átt við heildræna hjúkrun, að horft sé á einstaklinginn í heild sinni – bæði líkamlega, andlega og félagslega ásamt því hversu jafnvægi milli þessara þátta er mikilvægt.  Þessi orð hef ég einnig tileinkað mér sem ÍAK-einkaþjálfari og þau eiga sérlega vel við varðandi heilsumarkþjálfunina því að námið hefur veitt mér víðtæka viðbótarþekkingu á heildrænni næringu, heilsuráðgjöf og ekki síst á mikilvægi þess að fyrirbyggja sjúkdóma, meiðsl og vanlíðan.

Heilsumarkþjálfunin gengur einmitt út á það að skoða líkamlega, andlega og félagslega vellíðan einstaklingsins og meta hvernig allir þessir þættir tengjast.  Eins og í hjúkrun þá er horft á einstaklinginn sem eina heild og mikið er lagt upp úr því að ráðast að rótum vandans heldur en að vera sífellt að meðhöndla einkennin.  Með því að ná stjórn á vandamálinu þá ættu einkennin að hverfa.

  • Getur verið að áhrif frá umhverfinu hafi áhrif á matarvenjur þínar – að þú borðir of mikið/of lítið? 
  • Getur verið að streita í vinnu valdi því að þú borðir óreglulega? 
  • Eða ertu kannski í ástarsambandi sem hefur þau áhrif að þú borðir of mikið?
  • Færðu ekki nægan svefn og hefur því ekki næga orku til að hreyfa þig reglulega? 

Ef við tökum sem dæmi næringuna þá tengist það hvernig við nærum okkur hvernig okkur líður og eins öfugt hvernig okkur líður er í samræði við það hvað við höfum borðað þann daginn.  Því getur það klárlega haft áhrif á hvernig við byrjum daginn t.d. á þær ákvarðanir sem við tökum í hinu daglega lífi.

Þegar við vinnum saman, þá förum við í alla þessa þætti og finnum út hvernig þeir hafa áhrif á heilsufar þitt í heild sinni og vinnum að því í sameiningu að skapa jafnvægi í þínu lífi og starfi með það að markmiði að auka heilbrigði og vellíðan.

Nálgun mín er einnig laus við talningu á kaloríum, kolvetnum, fitu og próteinum ásamt boðum og bönnum á hinu og þessu í hinum stóra frumskógi mataræðisins.  Miklu frekar vil ég vinna með fólki í að eiga heilbrigðu samband við fæðuna og hlúa að og auka hamingjusamt og heilbrigt líf sem er einnig sveigjanlegt, skemmtilegt og fullnægjandi.

Sem heilsumarkþjálfinn þinn mun ég styðja þig í þeim heilbrigðu breytingum án öfga sem æskilegar eru í átt til betra lífs með því að ná þeim markmiðum sem þú setur þér. Hvort sem það er að vinna með óæskilegar langanir t.d. í sykur, auka orku, bæta svefn eða varðandi þyngd.  Ég mun einnig vinna með þér í að dýpka skilning þinn á hvaða fæða, fæðuvenjur og lífsstíll hentar þér en ég legg mikið upp úr einstaklingsmiðaðri þjálfun.  Eins og sagt er One person’s food is another person’s poison eða Ekkert eitt mataræði er til sem hentar öllum.  

Sú þekking sem þú munt afla þér á meðan á ferðalagi okkar stendur getur þú litið á sem verkfæri sem þú kemur til með að nota þér til góða til frambúðar.  Ég er einnig fullviss um að breytingin muni auka orku þína ásamt því að bæta líkamlegt og andlegt heilbrigði og vellíðan.

Hér eru nokkur atriði sem við munum skoða á ferðalagi okkar saman:

Sérstaða einstaklingsins –  Bio-individuality™: 

Hugmyndin að baki þessarar nálgunar er að hver og einn einstaklingur hefur mismunandi næringarþörf og aðrar lífsstílstengdar þarfir, t.d. svefntími, þörf fyrir samskipti við annað fólk, hreyfiþörf o.s.frv.  Með öðrum orðum mismunandi líkamlega og andlega næringarþörf.  Eins og áður hefur komið fram er “mataræði eins, er eitur annars”  – eitthvað eitt hentar alls ekkert öllum og það er einmitt þess vegna sem hinir svokölluðu megrunar- og mataræðiskúrar duga oftast skammt.

Þetta á einnig við um hreyfingu, engin ein tegund af hreyfingu eða ákveðinn fjöldi klukkustunda á viku af hreyfingu hentar öllum.  Með því að líta á hvern og einn einstaklinginn í heild sinni mun ég aðstoða þig til að gera þær jákvæðu breytingar er henta þér (þínum aldri, þínu kyni, bakgrunn, líkamlegu ástandi o.fl.) þínum þörfum, þínum lífsstíl og þínum markmiðum.  Með slíkri nálgun er auðveldara að finna hvaða lífsstíll og mataræði hentar og þar með að ná hámarksárangri ásamt því að auðvelda þér að viðhalda hinum jákvæðu breytingum til langframa..

Grunnnæring – Primary Food™

Þegar þú sérð orðið “næring” dettur þér eflaust fyrst í hug “matur.” Næring er bara svo miklu meira en fæðan sem við borðum því að allt í kringum okkur eru þættir sem næra okkar tilveru.  Að eiga í heilbrigðum samskiptum við aðra, maka okkar, vini o.s.frv. ásamt því að vera í gefandi starfi, stunda reglulega hreyfingu og hlúa að andlegri líðan okkar er allt hluti af lífsnauðsynlegri næringu.  Þegar þessi grunn næring er í jafnvægi og henni sinnt á öllum sviðum þá verður það sem við borðum aukaatriði.

Matardiskurinn – Integrative Nutrition™ Plate:

Matardiskur IIN-námsins lítur út sem matardiskur þar sem horft er heildstætt á næringarlegt jafnvægi.  Manstu að næring þarf ekki eingöngu að vera matur.  Matardiskur IIN sýnir hlutföll hvers fæðuflokks og einnig leggur hann upp úr því að við borðum eins hreina fæðu og hægt er.  Einnig er mælt með því að borða meira af grænmeti, lífrænt ræktuðum mat, ávöxtum, flóknum kolvetnum og próteinum ásamt hollum fitum og drekka nægilega mikið vatn.  Til að fullkomna diskinn góða þá er hann umvafinn grunnnæringunni; sambönd okkar við annað fólk, líkamlegri hreyfingu, starfi okkar og andlegri vellíðan.  Jafnvægi á öllu þessu hjálpar okkur að ná þeim markmiðum sem við setjum okkur.

IIN-diskur

 

 

 

 

 

 

Leave a Reply