Heilsumarkþjálfun

Á þetta við um þig?

  • Hefurðu fengið frábær ráð sem þér hefur svo gengið erfiðlega að fylgja eftir?
  • Hefur læknirinn þinn mælt með breytingum í lífi þínu sem þér hefur fundist óyfirstíganleg?
  • Langar þig til að bæta mataræðið?
  • Ertu með allt á hreinu varðandi val á góðum, hollum og næringarríkum mat og ertu að elda hann?
  • Myndirðu vilja vera með aukna orku til að takast á við daginn og sleppa sukkinu seinnipartinn?
  • Vera laus við gríðarlegar langanir í sætindi og aðra óhollustu?
  • Myndirðu vilja skipuleggja þig betur?
  • Langar þig til að líða enn betur og vera sátt/ur í eigin líkama?

Ef þú hefur nú þegar kinkað kolli þá gæti heilsumarkþjálfun verið fyrir þig.


Hvað er heilsumarkþjálfun?

Heilsumarkþjálfun og þar með heilsumarkþjálfi eru frekar ný orð í íslenskri tungu.  Í Bandaríkjunum hafa heilsumarkþjálfar verið að störfum í rúmlega 20 ár.  Hér á Íslandi er þetta því frekar nýleg og spennandi nýjung í sívaxandi heilsuvitund landsmanna.

Sem heilsumarkþjálfi aðstoða ég fólk, sem tilbúið er að bæta heilsu sína og vellíðan, við að taka heilbrigðar og skynsamlegar ákvarðanir til að ná markmiðum sínum og gera viðeigandi breytingar án öfga, boða og banna.

Markmið

Markmiðin geta verið ýmisleg eins og að betrumbæta mataræðið, bæta meltinguna, auka orku, minnka sykurlöngun, losna við liðverki, þyngjast, tímastjórnun, bæta svefn, léttast o.fl.

Sem heilsumarkþjálfinn þinn mun ég aðstoða þig við að innleiða þær heilsusamlegar breytingar sem þarf – hvort sem er í mataræðinu og/eða lífsstílnum skref fyrir skref og í sameiningu finnum við einstaklingsmiðaða lausn fyrir þig.  Enda er það svo að ekkert eitt mataræði er til sem hentar öllum.

Eigum við að tala um þig?

Á tímum sem þessum er sjaldgæft að fá hátt í heila klukkustund til að ræða um ÞIG, um þína eigin heilsu, þín markmið, þitt líf og fá þann stuðning sem þú þarft til að ná þeim markmiðum sem þú hefur sett þér og þar með bæta vellíðan þína og veita þér heilsusamlegra og hamingjusamara líf.

Viltu ræða málin?  Viltu ræða um þig? Er þinn tími kominn?

Viltu fá viðtalstíma?

Fáðu hjá mér viðtalstíma (40-50 mín) á 9.000 kr þar sem við förum yfir heilsufar þitt, markmið, mataræði og sjáum hvort við getum unnið saman að því að aðstoða þig að betrumbæta líf þitt.

Ath. þar sem ég bý um þessar mundir í Hollandi að þá fara öll viðtöl fram gegnum Skype eða síma (gjaldfrjálst) og alltaf hægt að ná í mig á Facebook og með tölvupósti.

Sendu mér tölvupóst á heilsuhjukkan@gmail.com og ég mun hafa samband.

Bestu kveðjur,67525_10151976574523165_585589412_n
Ásthildur Björns
Hjúkrunarfræðingur B.Sc
Heilsumarkþjálfi IIN
ÍAK-einkaþjálfari

 

Leave a Reply