ÍAK-námið

ÍAK-einkaþjálfaranámið   er ítarlegasta einkaþjálfaranámið sem er í boði á Íslandi og hefur einkunnarorðin fagmennska og þekking að leiðarljósi. Námið miðast við að skila nemendum tilbúnum til starfa við þjálfun og því er mikil áhersla lögð á að tengja fræðina við verklega kennslu og atvinnulífið.

Aðaláhersla ÍAK einkaþjálfarnámsins er á:

  • meiðslaforvarnir og uppbyggingu eftir meiðsl. Kennt er hvernig er ákjósanlegast að setja upp æfingarkerfi með meiðslaforvarnir í huga og hvernig er hægt að þjálfa einstaklinga með væg stoðkerfameiðsl. Kenndar eru fjölda margar æfingar sem eru viðeigandi við þjálfun á einstaklingum með bak-, axlar- eða hnémeiðsl.
  • verklega kennslu samhliða þeirri bóklegu þar sem starf einkaþjálfarans er fyrst og fremst verklegt starf. Farið er sérstaklega vel í ýmsar æfingar og teygjur, bæði verklega og fræðilega.
  • greiningar og mælingar þar sem “eitt æfingakerfi fyrir alla” gildir ekki í raunveruleikanum heldur er nemendum kennt að greina stoðkerfi einstaklinga út frá líkamsstöðu og hreyfingu. Styrktar- og teygjuþjálfun í kjölfarið byggir á þessum greiningum til að ná hámarksárangri og lágmarka meiðsl.
  • sálfræði með áherslu á æfingasálfræði sem snertir starf einkaþjálfara að stórum hluta. Farið er í markmiðssetningu, samskiptatækni, hvatningu og margt fleira því tengt.
  • næringarfræði þar sem skjólstæðingar einkaþjálfara gera miklar kröfur um næringarfræðiþekkingu hjá þeim. Megin áhersla er lögð á hefðbundna næringarfræði og á vorönn er áhersla lögð á þyngdarstjórnun.
  • gerð æfingarkerfa út frá einstaklingsmiðuðum greiningum og óskum viðskiptavinarinns.
  • rekstrarumhverfi einkaþjálfara á Íslandi. Sjálfstætt starfandi einkaþjálfari þarf að kunna grunntól viðskiptafræðinnar, s.s. markaðssetningu á netinu, sölutækni, verðlagningu þjónustu, skyldur gagnvart tollstjóra og samfélaginu svo eitthvað sé nefnt.

(Tekið af vef Keilir.net – febrúar 2014).

Leave a Reply