Fjarþjálfun

  • Vantar þig aðhald?
  • Nýjar hugmyndir að æfingum?
  • Fá aðstoð varðandi mataræðið?
  • Vilt styrkjast og líða almennt betur?
  • Fá meira þol og geta skokkað uppá fjöll?
  • Ertu með agann til að gera æfingarnar sjálf/ur?

Þá gæti fjarþjálfun verið fyrir þig!

Hvernig virkar þetta?

Fjarþjálfunin sem ég býð uppá fer öll fram í gegnum internetið þar sem ég bý í Hollandi.  Engar áhyggjur þó þú sért ekki tæknitröll (pssst ég er það alls ekki sjálf).  Það sem ég nota í fjarþjálfuninni er Google-Drive og einnig færðu aðgang að einföldu forriti sem heitir Sideline XPS.

Forritið heldur utan um þínar æfingar, myndbönd af þeim og upplýsingar hversu oft þú átt að framkvæma hverja æfingu, hvíldartíma o.fl.  Þá er hægt að prenta prógramið út og eins er hægt að hafa forritið í símanum (virkar fyrir iPhone).   Þegar þú hefur svo lokið við æfingu dagsins þá merkirðu við á þínu svæði og þá sé ég hvort að búið sé að gera æfingu dagsins. Eins og þú sérð þá er aðhald í þessu.

Áður en æfingaprógramið er sent í forritið þá fer fram ákveðin forvinna sem fer þannig fram að ég sendi þér spurningalista og fæ hann sendan aftur útfylltan ásamt myndum og mælingum.

Einstaklingsmiðuð þjálfun:

Út frá listanum, markmiðunum og myndunum hanna ég æfingaprógramið svo það henti þér sem allra best (=einstaklingsmiðuð þjálfun). Þú velur líka hvort þú viljir vera með prógram sem hentar ræktinni eða sem þú getur gert heima/sumarbústaðnum.

Varðandi mataræðið sem jú skiptir svo miklu máli þá býð ég uppá aðhald þar og fyllir þá fólk inn í matardagbók daglega.  Fyrir suma dugar að skila dagbókum  í nokkrar vikur og fyrir aðra er þetta bráðnauðsynlegt allan tímann og svo eru enn aðrir sem vilja fá matarplan.

Verð:

Verð fyrir fyrsta mánuðinn er 14.000 – eftir það er það 12.000. *Ath. tek aðeins inn fólk sem skuldbindur sig fyrstu tvo mánuðina og því þarf að greiða þessa tvo mánuði í byrjun. Eftir það er þetta einn mánuður í einu.

Ath. þar sem mér finnst mikilvægt að veita persónulegt og gott aðhald þá hef ég aðeins fáa í þjálfun í einu.  Ef þér líst á svona þjálfun vertu þá endilega í sambandi við mig og aldrei að vita nema það sé laust pláss fyrir þig.

Þú getur haft samband við mig með því að senda mér tölvupóst á heilsuhjukkan@gmail.com

Bestu kveðjur,

Ásthildur Björns
Hjúkrunarfræðingur B.Sc
ÍAK-einkaþjálfari
Heilsumarkþjálfi

Leave a Reply