Ferskt grænsalat með radísum & baunum

Ferskt grænsalat með radísum og baunum MMM

Til að fá meira prótein í fæðuna þá eru baunir afbragðs kostur.  Ég hef notast hvort sem er við baunir í dós eða keypt baunirnar þurrar (ódýrari kostur) og lagt í bleyti yfir nótt og soðið daginn eftir.  Eggin gefa einnig meira prótein í salatið – ég mæli einmitt með því að sjóða nokkur egg í einu og geyma þá afganginn í ísskápnum til að nota einmitt út á salöt eða ein og sér t.d. í millimál.

P.s. magn fer algjörlega eftir því fyrir hve marga þú ætlar að elda fyrir .  Aðalatriðið er að hafa nógu mikið af grænmeti með.  Það er nefnilega ávallt hægt að bæta grænmetisneysluna.

Innihald:

 • Rucolla eða annað grænt salat – já eða blanda af grænu salati
 • Radísur – skornar í sneiðar
 • Avokadó – skorið í teninga
 • Kirsuberjatómatar – skornir í helminga
 • Egg – harðsoðið
 • Rauðar nýrnabaunir
 • Svartar baunir
 • Cashewhnetur – þurrristaðar á pönnu
 • Alfalfa-spírur
 • Sesamfræ
 • Lífræn jómfrúarólífuolía
 • Sesamolía

 
Aðferð:

 1. Ef þú átt ekki til í ísskápnum harðsoðin egg þá er málið að skella í pott og sjóða.
 2. Græna salatinu dreift á disk.
 3. Öllu dreift yfir og smá ólífu- & sesamolíu hellt yfir.

Njótið!

Með heilsukveðju frá Rotterdam,

Ásthildur Björns

 

Leave a Reply