Eplabökugrautur

Eplaböku grautur mmm

 
Það hefur alveg komið fram áður að ég er gríðarlega hrifin af epla & kanil tvennunni.  Þegar við bætist möndlumjólk og ég tala nú ekki um möndlusmjör þá er þetta orðið frábærlega gott.  Hér er einn góður grautur sem ég útbý mér ávallt í þessari gömlu jólaskál sem notuð er allan ársins hring.

 
Innihald:

 • ½ bolli möndlumjólk
 • 2 msk chiafræ
 • 2 msk möndlusmjör (líka hægt að nota hnetusmjör)
 • 3 döðlur, gróft skornar
 • ¼ tsk múskat
 • ¼ tsk engiferkrydd
 • ½ – 1 tsk kanill
 • 1 epli – skrælt og kjarninn fjarlægður
 • ½ lúka gróft skornar pekanhnetur
 • ½ – 1 tsk kókospálmasykur til að hafa sætara ef vill.

 
Aðferð:

 1. Allt sett í blender nema pekanhneturnar og blandað þannig að verði silkimjúkt.
 2. Blöndunni hellt yfir í pott og hitað upp þar til heitt.
 3. Sett í skál og pekanhnetunum sáldrað yfir og jafnvel skreytt með smátt skornum eplabitum.

 
Njótið!

Heilsukveðja frá Rotterdam,
Ásthildur Björns

Leave a Reply