Ekta Ítalskar Kjötbollur

Ítalskar kjötbollur

 

Þessar kjötbollur með ítölsku ívafi er einn af okkar uppáhaldsréttum. Kjötbollurnar er best að gera með fyrirvara t.d. að morgni eða jafnvel kvöldinu áður – þær eru langbestar ef þær ná að “jafna sig” – því eru þær sérlega hentugar ef þú ert með matarboð og vilt gera matinn í tíma.

(Fyrir 4 – ath. ég tvöfalda ávallt uppskriftina því það er svo gott að eiga afgang og geta nýtt bollurnar í a.m.k. 2 máltíðir).

Innihald:

 • 400 gr nautahakk
 • 1 egg
 • ¼ bolli mjólk að eigin vali (t.d. möndlumjólk)
 • ½ bolli brauðteningar (2 ristuð brauð – gróft. Glútenlaust ef þú vilt hafa bollurnar glútenlausar)
 • ½ tsk salt
 • 1 msk oregano
 • 1 msk fersk steinselja – smátt söxuð
 • ½ tsk hvítlauksduft
 • ½ tsk nýmalaður svartur pipar
 • ¼ bolli rifinn parmesan
 • Ólífuolía til steikingar.

Aðferð:

 1. Allt sett saman í skál og blandað vel saman – best að gera það bara með höndunum.
 2. Blandan mótuð í kúlur – eins og golfkúlur.
 3. Bollurnar steiktar í smástund á öllum hliðum – aðallega til að loka þeim svo þær haldist saman.
 4. Hægt að klára að elda þær þarna eða fara alla leið og láta þær krauma  í sósunni á mjög lágum hita í 2-3 klukkustundir sem mér finnst koma best út – sjá ítölsku sósuna.

Njótið!

Með heilsukveðju frá Rotterdam,
Ásthildur Björns

Leave a Reply