Einföld eplabaka

Einföld eplabaka heil MMM

Innihald – botninn:

 • 150gr pekanhnetur
 • 40 gr valhnetur
 • ½ bolli döðlur
 • ¼ tsk sjávarsalt

Aðferð – botninn:

 • Allt sett í matvinnsluvél – blandað vel saman og þjappað vel niður í eldfast mót.

Innihald – fyllingin:

 • 6 meðalstór epli (skræld og kjarnhreinsuð)
 • ½ bolli döðlur
 • ¼ bolli rúsínur
 • 2 tsk kanill
 • ¼ tsk salt

Aðferð – fyllingin:

 •  Blandið 2 epli, döðlunum, kanil og salti vel saman í matvinnsluvél.
 • Sett til hliðar í skál.
 • Eplin sem eftir eru sett í matvinnsluvél EN bara rétt söxuð niður.
 • Öllu blandað saman og sett yfir botninn.

Hægt er að snæða bökuna án þess að baka og kæla þá bara vel áður eða baka í ofni við 180 gr í 25-30 mín. Borið fram t.d. með heimagerðum kanilís:

 • 3 litlir frosnir bananar
 • 1 ½ tsk kanill
 • Sett í matvinnsluvél og blandað vel saman þar til áferðin er svipuð og á venjulegum ís.

Njótið!einföld eplabaka sneið mmm

Leave a Reply