Einfaldasta kex í heimi!

IMG_4489

Þetta er að það einfaldasta kex sem ég hef gert – og hef ég gert þau mörg.  Smá stund í bleyti og svo í ofninn og þú ert komin með þetta fína hollustukex.

Glútenlaust – Sykurlaust – Gerlaust – Engar dýrarafurðir = VEGAN

Ath. Uppskriftin fyllir eina ofnplötu.

Innihald:

 • 125 gr hörfræ
 • 25 gr sesamfræ
 • 50 gr graskers- og/eða sólblómafræ
 • 1 tsk sjávarsalt
 • 1/2 tsk hvítlauksduft – ef vill – alveg hægt að sleppa.
 • 180 ml vatn

Aðferð:

 1. Allt sett í skál (fræjunum, saltinu, duftinu og vatninu) og hrært vel saman – látið standa á eldhúsborðinu í að minnsta kosti 30 mín.
 2. Ofninn hitaður í 180
 3. Bökunarpappír settur á ofnplötu.
 4. Fræblöndunni hellt ofan á pappírinn og hér er fínt að nota sleikju eða sleif og dreifa vel úr þannig að hvergi séu eyður á milli og lagið sé jafnt alls staðar á plötunni.
 5. Hér geturðu skorið með pizzaskerara eða hníf rákir í blönduna þannig að það verði auðveldara að brjóta kexið niður í hæfilega stærð þegar búið er að baka það.
 6. Bakað í ofni í um 25 mín.
 7. Tekið út og látið kólna í smástund áður en þið brjótið það niður.
 8. Tilbúið!

Þetta kex er æði með heimagerðum hummus eða með vel þroskuðu avokadó.
Geymist í lokuðu íláti á eldhúsborðinu í 2-3 daga ef það verður þá ekki búið þá ;)

Njóttu!

Með heilsukveðju frá Rotterdam,
Ásthildur Björns

Leave a Reply