Einfalda kúskussalatið

Einfalda kúskussalatið MMMDásamlega gott og frískandi kúskussalat sem bæði er hægt að vera með sem aðalrétt og eins sem meðlæti.

Fyrir 1-2

Innihald:

 • 100 gr. kúskus
 • 130 ml heitt grænmetissoð (vatn og kraftur)
 • 2 tómatar – smáttsaxaðir
 • 1 lítil dós maísbaunir
 • 5 cm agúrkubiti
 • 1 lítill rauðlaukur – smáttsaxaður
 • 6 þurrkaðar apríkósur – smáttsaxaðar
 • 2 msk ólífuolía
 • 2-3 msk sítrónusafi
 • 2-3 msk fersk söxuð steinselja
 • 2-3 msk furuhnetur, sólblóma- og/eða graskersfræ (mjög gott að léttrista fræin á þurri pönnu)
 • Kryddað með svörtum pipar & sjávarsalti eftir smekk


Aðferð:

 1. Kúskus er sett í skál og heitu grænmetissoðinu hellt yfir og látið standa í um 10 mínútur. Lokið skálinni t.d. með álpappír svo að hitinn haldist í skálinni.
 2. Á meðan kúskusið dregur í sig vökvann þá blandarðu öllu vel saman í annarri skál.
 3. Kúskusinu er svo blandað saman við grænmetisblönduna þegar það hefur dregið í sig allt soðið.
 4. Skreytt með steinselju.

Njótið!

Með heilsukveðju frá Rotterdam,
Ásthildur Björns

Leave a Reply