Einfalda holla súkkulaðimúsin

Súkkulaðimús
 
Eldri dóttir mín elskar súkkulaði og mig langaði til að gefa henni virkilega ljúfa og auðvitað holla hressingu þegar hún var að læra fyrir próf.  Þessi blanda var kláruð ansi snarlega og fékk fullt hús stiga frá námskvenmanninum.

Þennan einfalda rétt er flott að græja sem eftirrétt t.d. í saumaklúbbinn eða bara til að fá sér á laugardagseftirmiðdegi.

 
Innihald:

 • 1 stórt vel þroskað avokadó (ef þú notar litlu avokadó-in sem eru í græna netinu þá er flott að nota 2 stk)
 • ¼ bolli lífrænt kakóduft
 • 3 msk maple sýróp
 • 1 tsk vanilla extract
 • ½ bolli vatn (gætir þurft aðeins meira)
 • Örlítið af sjávarsalti – hnífsoddur
 •  
  Aðferð:

 • Avokadó er sett í blender eftir að hafa verið afhýtt og steinninn fjarlægður.
 • Afgangurinn settur í blenderinn.
 • Blandað vel saman.
 • Þar sem avokadó getur verið mismunandi á bragðið t.d. óþroskað/of þroskað þá getur vel verið að þú þurfir að bæta við smá kakódufti eða maple sýrópi til að ná  rétta súkkulaðibragðinu
 • Blandan ætti að lokum verða frekar þykk og búðingsleg.  En ef þú vilt hafa þetta þynnra þá bætirðu bara við vatni.
 • Svo er alveg bráðnauðsynlegt að bera súkkulaðimúsina fram með ferskum berjum eins og jarðarberjum og bláberjum.  Örugglega einnig góð með niðursneiddum banönum, kiwi og hindberjum.

   
  Njótið!

  Leave a Reply