Eggjahrærusalat með sveppum & hvítlauk

Eggjakaka með sveppum sem vill vera salat MMM

Ef þú átt egg í ísskápnum þá kemstu ansi langt í matargerð og þá sérstaklega í matargerð sem þarf stuttan tíma.  Hér er dæmi um eggjahrærusalat sem einfalt er að gera.  Hmm.. eggjahræruSALAT – já einmitt þú last rétt – ég kalla þetta salat því að þetta inniheldur svo mikið af grænmeti en eggin gera alveg punktinn yfir i-ið í þessum rétt.

P.s. magn fer algjörlega eftir því fyrir hve marga þú ætlar að elda fyrir .  Ég hef miðað við 2 egg fyrir mig og 3 egg fyrir eiginmanninn = 5 egg og svo er bara að hafa nógu mikið af grænmeti með.  Það er nefnilega ávallt hægt að bæta grænmetisneysluna.

Innihald:

 • Kókosolía
 • Sveppir – smáttsaxaðir
 • Rauðlaukur – smáttsaxaður
 • Hvítlaukur – smáttsaxaður
 • Egg
 • Túrmeric
 • Brokkolí – gróft skorið
 • Spínat
 • Kirsuberjatómatar

Aðferð:

 1. Byrjaðu á að snöggsjóða brokkolíið – tekur ca 4-6 mín eða þar til orðið aðeins mjúkt.
 2. Kókosolían hituð á pönnu við meðalhita.
 3. Steiktu fyrst sveppina, rauðlaukinn og hvítlaukinn þar til orðið mjúkt.
 4. Skelltu eggjunum út í og kryddaðu með turmeric.
 5. Hrærðu þessu öllu vel saman þar til eggin eru tilbúin.
 6. Spínatinu dreift á disk – eggjahrærunni hellt yfir og brokkolíinu og kirsuberjatómötunum dreift í kring.

Njótið!

Með heilsukveðju frá Rotterdam,
Ásthildur Björns

 

 

 

Leave a Reply