Döðlumauk

Döðlumauk mmm
 
Þetta ofureinfalda döðlumauk er dásamlegt að eiga þegar þér finnst vanta að bæta við sætu t.d. í bakstri eða matargerð.  Það er einnig sérlega ljúffengt að smyrja smávegis ofan á ferska eplabita – algjört nammi!
 
Innihald:

  • Döðlur 6-8 stk.
  • Heitt vatn

 
Aðferð:

  1. Fínt að setja t.d. 6-8 stk af steinhreinsuðum döðlum í bleyti í heitu vatni í um 15 mín.
  2. Hellir því næst vatninu af þeim og setur vatnið í glas til hliðar.
  3. Setur svo döðlurnar í blender og blandar þar til orðið maukkennt.
  4. Ef þér finnst maukið vera of þurrt þá geturðu notað smávegis af vatninu sem hellt var af döðlunum í byrjun.
  5. Sett í lokað ílát og geymt í kæli – geymist alveg í 1-2 vikur.

 
Njótið!

Með heilsukveðju frá Rotterdam,
Ásthildur Björns

Leave a Reply