Djúsí súkkulaðikaka

Djúsí súkkulaðikaka mmm

 

Eiginmaðurinn fékk þessa voðalegu löngun í köku og það í súkkulaðiköku þannig að mín skellti í þessa glútenlausu dásemd. Kakan er voðalega bragðgóð samdægurs en einnig mjög ljúffeng daginn eftir – þ.e.a.s. ef það verður þá afgangur :)

 
Súkkulaðikökubotninn:

 • ¼ bolli raw cacaoduft
 • ¼ bolli kókoshveiti
 • 1 ½ tsk vínsteinslyftiduft
 • ½ tsk kanill
 • Hnífsoddur af sjávarsalti
 • 4 egg
 • ¼ bolli lífrænt hunang
 • 1 tsk vanilludropar
 • ¼ bolli kókosolía – brædd

 
Kremið:

 • ¾ bolli dökkt gæða maple sýróp
 • ¾ raw cacaoduft
 • 1/3 bolli gæða kókosolía – brædd
 • 1/8 tsk sjávarsalt

 

Aðferð – kremið: 

 • Allt sett í blender og blandað vel saman. Gætir þurft að stoppa við og við og ýta niður í hliðunum.

 
Aðferð – botninn:

 • Stillið ofninn á 160°
 • Blandið saman þurrefnunum í skál. (Hægt að nota hrærivél eða handþeytara).
 • Bætið við eggjunum, hunanginu, vanilludropunum og kókosolíunni.
 • Blandið öllu vel saman þar til orðið kekkjalaust.
 • Setjið í kökuform sem hefur verið smurt lítillega að innan t.d. með kókosolíu. Ég notaði kringlótt springform (24cm að þvermáli) – gekk alveg en kakan var í þynnri kantinum sem okkur fannst reyndar alveg í lagi. Líka hægt að nota minni form og þá verður kakan líka þykkari.
 • Bakað í um 30 mín. – Fer alveg eftir stærð formsins – fylgstu vel með og prófaðu að stinga t.d. með tannstöngli í kökuna og sjáðu hvort að það komi eitthvað á stöngulinn – ef það kemur ekkert þá er kakan tilbúin.
 • Kakan er látin kólna áður en hún er losuð úr springforminu, annars gæti hún molnað.
 • Kreminu smurt á og jafnvel skreytt með kókosmjöli og jarðarberjum. Er líka örugglega mjög gott að vera með þeyttan rjóma og jafnvel vanilluís.

 

Njótið!

Kveðja frá Rotterdam,

Ásthildur Björns

Leave a Reply